Andvari - 01.01.1986, Page 142
140
HANNES JÓNSSON
ANDVARI
ábyrga utanríkisstefnu og leggja sitt af mörkum til alþjóðasamvinnu í þágu
friðar, öryggis, réttlætis, grundvallarmannréttinda og félags- og efnahags-
legra framfara, fínna þó eðlilega mest fyrir ábyrgðinni af þessu fullveldis-
jafnrétti ríkja. Stafar það m. a. af því, að möguleikar smáríkja til áhrifa og
framlaga í alþjóðasamskiptum eru í raun takmarkaðir. Hér vegast því á í
framkvæmd góður vilji smáríkisins og takmörkuð geta þess til margvíslegrar
þátttöku og framlaga í alþjóðasamstarfí. Þetta krefst ýtrustu varfærni,
raunsæis, yfírvegunar og ábyrgðartilfínningar í öllum milliríkja- og alþjóð-
asamskiptum. Sú kvöð fylgir líka þessu fullveldisjafnrétti að smáríkið, ekki
síður en stærri ríki, taki virkan þátt í alþjóðasamstarfí og noti sitt jafnþunga
atkvæði og atkvæði stórveldanna af ábyrgðartilfínningu og í þágu friðar og
framfara.
Þetta fullveldisjafnrétti ríkja að alþjóðalögum áréttar enn nauðsyn þess
að smáríkið eigi jafnan góða samvinnu við sem flest ríki. Þannig getur það
náð fram utanríkisstefnumarkmiðum og hagsmunum sínum í samvinnu
við önnur ríki, sem einnig sjá sínum hagsmunum borgið í þeirri samvinnu.
Fræðileg íhugun
Grundvallaratriði utanríkisstefnu, önnur en þau að vernda og viðhalda
fullveldi og sjálfstæði ríkisins, verða ekki til af sjálfu sér. Þau eru mótuð af
stjórnmálaforingjum, þróast eftir ákveðnum leiðum áður en þau verða
markmið í utanríkisstefnu ríkis, og eru háð frekari þróun áður en þeim
verður náð.
Þessi margvíslegu markmið utanríkisstefnu ríkja eru að mestu leyti reist
á mismunandi landfræðilegum, efnahagslegum, pólitískum og hugsjóna-
fræðilegum atriðum, svo og á sögulegri menningarerfð og hefð. Það væri
því varasamt að gera of mikið úr valfrelsi stjórnmálamanna við mótun al-
hliða utanríkisstefnu þótt þeir geti ráðið miklu um eitt og eitt atriði. Flestir
meginþættir utanríkisstefnu smáríkis eins og íslands mótast að mestu leyti
af hlutlægum boðum sem ég nefni átta mótandi atriði utanríkisstefnu og
mun skýra nánar síðar í grein þessari.
Fræðilega má lýsa framvindunni við mótun utanríkisstefnu sem sex þró-
unarstigum:
1 fyrsta lagi taka stjórnmálaleiðtogar eftir þörf ríkisins, t. d. þörf íslands
til þess að vernda fiskistofnana og tryggja forgangsrétt strandríkisins til
þess að nýta þá, þegar utanríkisstefnumarkmiðið um að færa út fiskveiði-
lögsöguna var mótað.
í öðru lagi leggja stjórnmálaforingjarnir mat á vnöguleika ríkisins til þess
að ná fram þeim markmiðúm, sem þörfín mótar. Samtímis meta þeir
áhœttuþœtti vegna hagsmuna annarra ríkja, hugsanleg mótmæli þeirra eða