Andvari - 01.01.1986, Blaðsíða 148
146
HANNES JÓNSSON
ANDVARI
Hin sögulega og menningarlega erfð og reynsla þjóðarinnar eru í raun
einn mikilvægasti áhrifavaldur á samhengið í utanríkisstefnu og alþjóðasam-
skiptum ríkis. Hluti utanríkisstefnuatriða lýðveldisins íslands voru t. d. arf-
ur frá tímabili konungsríkisins íslands. Hin stjórnarfarslegu markmið, ör-
yggis- og utanríkisstefnuhagsmunir, menningartengsl við önnur Norður-
lönd, áhugi á verndum fiskistofna og skynsamleg notkun þeirra á grund-
velli forgangsréttar strandríkisins voru allt mikilvæg atriði í utanríkisvið-
horfum íslendinga á tímabili konungsríkisins íslands. Eftir stofnun lýð-
veldisins urðu þessi atriði eðlilegur þáttur af utanríkisstefnuviðhorfum ís-
lenska lýðveldisins.
Hin margþætta og nána samvinna Norðurlanda var gerð formlegri og
stofnfest þegar Norðurlandaráð var myndað árið 1952. Markmið þess er að
vinna að sem nánustu samráðum og samvinnu ríkisstjórna og löggjafar-
þinga Norðurlanda á margvíslegum sviðum.
Þátttaka íslands í Norðurlandaráði nýtur stuðnings allra stjórnmála-
flokka á íslandi, og ljóst er af starfi norrænu félaganna á íslandi og á
Norðurlöndum yfirleitt, að norræn samvinna nýtur almannahylli á öllum
Norðurlöndum. Það markmið að eiga nána samvinnu við Norðurlönd
stendur því mjög föstum fótum í íslenskri utanríkisstefnu sem og í utanrík-
isstefnu annarra Norðurlandaþjóða.
Hitt er eigi að síður ljóst, að saga íslands, menning og reynsla hefur
einnig haft sín áhrif á mótun nokkurra annarra utanríkisstefnumarkmiða
íslands. Þjóð, sem á sér þá reynslu að hafa um sjö alda skeið lotið erlendum
konungum og öðlast frelsi sitt, sjálfstæði og fullveldi eftir langa en friðsæla
sjálfstæðisbaráttu, þar sem beitt var brandi andans en ekki vopnum, getur
ekki verið sjálfri sér samkvæm nema því aðeins, að hún fylgi og styðji í hví-
vetna sjálfstæðisbaráttu þjóða og rétt þeirra að alþjóðalögum til sjálfs-
ákvörðunar á grundvelli almannavilja, t. d. með þjóðaratkvæðagreiðslu.
Af sömu ástæðu hlýtur hún að taka þátt í hvers konar alþjóðlegu sam-
starfi til þess að afnema og hindra framkvæmd nýlendustefnu í hvaða
formi sem er.
Það leiðir líka af margra alda reynslu íslendinga, að þeir hljóta að styðja
og stuðla að því á alþjóðavettvangi, að öll ríki verði skuldbundin að alþjóða-
lögum til þess að virða mannréttindi og frelsi einstaklingsins til að tjá sig í
hvaða formi sem er, til athafna, virkrar stjórnmálaþátttöku og til að ferðast
frjáls inn og út úr landinu.