Andvari - 01.01.1986, Page 152
150
HANNES JÓNSSON
ANDVARI
nyrsti hluti íslands snertir aðeins heimskautsbauginn. Næstu nágrannar
okkar eru Grænlendingar, Færeyingar, Skotar og Norðmenn. Grænland er
í 287 km fjarlægð frá íslandi, Færeyjar í 420 km fjarlægð, Skotland í 798
km fjarlægð og Noregur í 970 km fjarlægð.
Fjarlægðir og landfræðileg einangrun í miðju Norður-Atlantshafí ollu
því öld fram af öld, að ísland kom hvergi nærri stríðsátökum í heiminum.
En öld flugsins og samgöngubyltingin, sem hélt innreið sína um og eftir
aðra heimsstyrjöldina, bundu enda á samgöngutregðu og einangrun. Með
þotum er hægt að komast til íslands á fáeinum klukkustundum frá Evrópu
eða Norður-Ameríku. Eftir að langdræg flugskeyti urðu til, varð Ijóst að
frá íslandi væri hægt að senda út flugskeyti á iðnmiðstöðvar Norður-
Ameríku og Evrópu.
Þessu tíl viðbótar sannaðist til fullnustu í seinni heimsstyrjöldinni, hversu
mikla hernaðarlega þýðingu ísland hefur. Frá íslandi var hægt að verja eða
eyðileggja skipalestirnar, sem fóru frá Ameríku til Evrópu. Þessari vit-
neskju fylgdi vissan um, að ísland mundi ekki vera látið afskiptalaust í
neinum meiriháttar átökum í nágrenninu. Herstöðvar á íslandi gætu ráðið
úrslitum um sigur eða ósigur í hvers konar stríðsátökum á Norður-Atlants-
hafssvæðinu. ísland verður því að tryggja öryggi sitt í samvinnu við þau
lýðræðisríki í nágrenninu, sem einnig hafa öryggishagsmuna að gæta á ís-
landi.
4. Boð hernaðarlegra öryggishagsmuna annarra ríkja í nágrenninu
Þess er áður getið, að það var framþróun vísinda, tækni og samgangna,
sem batt enda á samgöngutregðu og einangrun þá, sem íslendingar höfðu
búið við öldum saman. Með þessari breytingu vaknaði einnig hinn mikli
áhugi annarra ríkja á hernaðarlegu mikilvægi íslands.
íslenskir stjórnmálaforingjar eins og Hermann Jónasson, forsætisráð-
herra og formaður Framsóknarflokksins, gerðu sér ljóst, að til þess að
tryggja sjálfstæði, öryggi og fullveldi íslands urðu íslensk stjórnvöld að taka
tillit til áhuga annarra ríkja á öryggi íslands, einkum þó nálægra lýðræðis-
ríkja. í greininni „Leiðin til öryggis“, sem Hermann Jónasson birti í Tíman-
um 31. ágúst 1945, segir hann, að það sé augljóst og hafi reyndar alltaf verið
vitað að íslendingar hafi um langt skeið búið við óbeina vernd breska
flotans, enda þótt þessi breska vernd hafi verið framkvæmd á þann hátt, að
hún hafi aldrei dregið úr sjálfstæði íslands. Hann bætir við, að til þess að
geta búið við þessa óbeinu vernd hafi íslendingum eitt verið nauðsynlegt:
Við máttum aldrei leyfa nokkurri þjóð að ná þeirri aðstöðu á íslandi, sem
Bretum gæti stafað hernaðarleg hætta af. Ennfremur segir Hermann
Jónasson í þessari athyglisverðu grein, að ef þessa hefði ekki verið gætt,