Andvari - 01.01.1986, Page 155
andvari
UTANRf KISSTEFNA fSLANDS
153
Sú stjórnsýsluaðferð, sem er íslensku þjóðinni eðlilegust er úthlutun
valds í frjálsum kosningum eftir að allar hliðar mála hafa verið fullkannað-
ar og ræddar. Minnihlutaflokkur eða flokkar í stjórnarandstöðu hafa sama
rétt til að tjá sig og birta skoðanir sínar og gagnrýna meirihlutann í valda-
stólunum eins og meirihlutinn hefur til þess að verja sig og birta skoðanir
sínar í ræðu og riti. Fjölflokkakerfi, þingbundið lýðrœði þar sem handhafar lög-
gjafarvaldsins eru valdir í frjálsum almennum kosningum, þar sem ríkis-
stjórnin nýtur meirihluta á löggjafarsamkundunni, Alþingi, og þar sem sjálf-
stœðir og óháðir dómstólar eru bundnir því einu að byggja dómsorð sín á
lögunum einum, - mynda sameiginlega pólitískt kerfi, sem er íslensku
þjóðinni eins eðlilegt og hreina loftið, sem við öndum að okkur.
Gagnstætt þessu er einræði, ofríkisstjórn, eins flokks klíkustjórn undir-
okun dómsvaldsins undir lögregluríkið, takmörkun einstaklingsfrelsis, af-
nám skoðana- og tjáningarfrelsis, fundafrelsis og frelsis til listsköpunar og
trúarathafna. Þessi stjórnarfarseinkenni mynda sameiginlega önnur póli-
tísk kerfí, sem eru eins óeðlileg íslensku þjóðinni eins og það væri fyrir
hana að ganga stöðugt aftur á bak. Alla sína sögu í 1100 ár hefur íslenska
þjóðin sýnt fylgi sitt við hugsjónir lýðræðis, einstaklingsfrelsis og lögbund-
ins skipulags.
Þessar pólitísku erfðavenjur og hugsjónir ollu því að auðveldara var fyrir
íslendinga að varpa frá sér hlutleysisstefnunni 1941 og taka stöðu við hlið-
ina á bandamönnum í seinni heimsstyrjöldinni, enda þótt því megi ekki
gleyma að mörg önnur atriði höfðu áhrif á þessa ákvörðun. Pólitískar
erfðavenjur og hugsjónir íslensku þjóðarinnar gátu aðeins bent í eina átt,
þ. e. í áttina til samvinnu við vestrænu lýðræðisríkin í stríðinu gegn einræð-
inu.
Eftir síðari heimsstyrjöldina, þegar framvinda heimsmála tók aðra stefnu
vegna klofnings í fyrrum samstilltri fylkingu bandamanna, varð ísland
einnig að taka utanríkisstefnuákvörðun, sem var í grundvallaratriðum
byggð á pólitískum erfðavenjum og hugsjónum íslensku þjóðarinnar. Þetta
var ákvörðunin um að gerast aðili að Atlantshafsbandalaginu árið 1949.
Tengt þessu, svo og öryggishagsmunum annarra NATO-ríkja, var einnig
ákvörðunin um að taka við nýju bandarísku varnarliði á íslandi árið 1951.
Varnarliðið, sem kom samkvæmt þríhliða samningnum 1941, hafði farið
að fullu frá íslandi í apríl 1947 samkvæmt Keflavíkursamningnum frá 7.
október 1946.
Reynsla íslendinga í síðari heimsstyrjöldinni hafði sýnt svo ekki varð um
villst, að þjóðin gat ekki gert ráð fyrir afskiptaleysi annarra, ef til hernað-
arátaka kæmi í nágrenninu. Hernaðarlegt gildi íslands var svo mikið eftir
tækni- og samgöngubyltingu aldarinnar, að báðar fylkingar í nýjum átök-
um mundu reyna að koma sér upp bækistöðvum á íslandi á grundvelli