Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1986, Page 155

Andvari - 01.01.1986, Page 155
andvari UTANRf KISSTEFNA fSLANDS 153 Sú stjórnsýsluaðferð, sem er íslensku þjóðinni eðlilegust er úthlutun valds í frjálsum kosningum eftir að allar hliðar mála hafa verið fullkannað- ar og ræddar. Minnihlutaflokkur eða flokkar í stjórnarandstöðu hafa sama rétt til að tjá sig og birta skoðanir sínar og gagnrýna meirihlutann í valda- stólunum eins og meirihlutinn hefur til þess að verja sig og birta skoðanir sínar í ræðu og riti. Fjölflokkakerfi, þingbundið lýðrœði þar sem handhafar lög- gjafarvaldsins eru valdir í frjálsum almennum kosningum, þar sem ríkis- stjórnin nýtur meirihluta á löggjafarsamkundunni, Alþingi, og þar sem sjálf- stœðir og óháðir dómstólar eru bundnir því einu að byggja dómsorð sín á lögunum einum, - mynda sameiginlega pólitískt kerfi, sem er íslensku þjóðinni eins eðlilegt og hreina loftið, sem við öndum að okkur. Gagnstætt þessu er einræði, ofríkisstjórn, eins flokks klíkustjórn undir- okun dómsvaldsins undir lögregluríkið, takmörkun einstaklingsfrelsis, af- nám skoðana- og tjáningarfrelsis, fundafrelsis og frelsis til listsköpunar og trúarathafna. Þessi stjórnarfarseinkenni mynda sameiginlega önnur póli- tísk kerfí, sem eru eins óeðlileg íslensku þjóðinni eins og það væri fyrir hana að ganga stöðugt aftur á bak. Alla sína sögu í 1100 ár hefur íslenska þjóðin sýnt fylgi sitt við hugsjónir lýðræðis, einstaklingsfrelsis og lögbund- ins skipulags. Þessar pólitísku erfðavenjur og hugsjónir ollu því að auðveldara var fyrir íslendinga að varpa frá sér hlutleysisstefnunni 1941 og taka stöðu við hlið- ina á bandamönnum í seinni heimsstyrjöldinni, enda þótt því megi ekki gleyma að mörg önnur atriði höfðu áhrif á þessa ákvörðun. Pólitískar erfðavenjur og hugsjónir íslensku þjóðarinnar gátu aðeins bent í eina átt, þ. e. í áttina til samvinnu við vestrænu lýðræðisríkin í stríðinu gegn einræð- inu. Eftir síðari heimsstyrjöldina, þegar framvinda heimsmála tók aðra stefnu vegna klofnings í fyrrum samstilltri fylkingu bandamanna, varð ísland einnig að taka utanríkisstefnuákvörðun, sem var í grundvallaratriðum byggð á pólitískum erfðavenjum og hugsjónum íslensku þjóðarinnar. Þetta var ákvörðunin um að gerast aðili að Atlantshafsbandalaginu árið 1949. Tengt þessu, svo og öryggishagsmunum annarra NATO-ríkja, var einnig ákvörðunin um að taka við nýju bandarísku varnarliði á íslandi árið 1951. Varnarliðið, sem kom samkvæmt þríhliða samningnum 1941, hafði farið að fullu frá íslandi í apríl 1947 samkvæmt Keflavíkursamningnum frá 7. október 1946. Reynsla íslendinga í síðari heimsstyrjöldinni hafði sýnt svo ekki varð um villst, að þjóðin gat ekki gert ráð fyrir afskiptaleysi annarra, ef til hernað- arátaka kæmi í nágrenninu. Hernaðarlegt gildi íslands var svo mikið eftir tækni- og samgöngubyltingu aldarinnar, að báðar fylkingar í nýjum átök- um mundu reyna að koma sér upp bækistöðvum á íslandi á grundvelli
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.