Andvari - 01.01.1986, Blaðsíða 157
ANDVARI
UTANRÍKISSTEFNA ÍSLANDS
155
vörur, þar á meðal neysluvörur, fjárfestingarvörur, hráefni, tæki og vélar,
svo fátt eitt sé nefnt af þeim margvíslegu vörutegundum, sem flytja þarf
inn.
Afleiðing þessa er m. a. sú, að allt lýðveldistímabilið og reyndar lengur,
hafa íslensk stjórnvöld látið sig miklu varða verndun fískistofna í hafinu
umhverfis ísland, forgangsrétt strandríkis til þess að nýta auðæfi sjávar
umhverfis landið, og rétt strandríkis til þess að setja reglur um skynsamlega
nýtingu og stjórnun fiskveiða í sjónum umhverfis ísland. Ofveiði og eyðing
fiskistofna umhverfis landið mundi einfaldlega þýða efnahagslegt hrun
fyrir íslenska ríkið.
Vera má, að í framtíðinni þróist orkufrekur iðnaður á íslandi, byggður
á nýtingu nær ótakmarkaðra orkumöguleika í fljótum, fossum og hverum
landsins og iðnvöruútflutningur verði stærri í heildarútflutningi íslands.
Eigi að síður virðist augljóst, að langan tíma enn muni hver íslensk ríkis-
stjórn af annarri telja sjálfsagt að framfylgja því stefnumarki að taka virkan
þátt í alþjóðlegu og svæðisbundnu samstarfi um verndun fiskistofna,
skynsamlega hagnýtingu þeirra á grundvelli forgangsréttar strandríkisins,
svo og að því að hindra mengun sjávar. Hefur þetta eðlilega verið eitt af
grundvallarmarkmiðum íslenskrar utanríkisstefnu allt Iýðveldistímabilið.
Það var þessi stefna, sem olli því, að við færðum út fiskveiðilögsögu okkar
í 4 mílur 1952, 12 1958, 50 1972 og 200 mílur árið 1975, þrátt fyrir öfluga
mótstöðu sumra voldugra bandamanna okkar. Verndun fiskistofna um-
hverfis ísland með því að takmarka veiðisókn og útiloka erlenda togara
skref fyrir skref frá mikilvægum fiskveiðisvæðum undan ströndum íslands
var svo mikið lífshagsmunamál fyrir ísland í augum hverrar ríkisstjórnar
af annarri að þetta varð óhjákvæmilega að gera, þrátt fyrir mikla mótstöðu
og ágreining við volduga nágranna.
Samhliða útfærslu fiskiveiðilögsögunnar skref fyrir skref, eftir því sem
þróun þjóðarréttarins gerði mögulegt, áttu íslendingar á alþjóðavettvangi
mjög nána samvinnu við stóran hóp ríkja, sem höfðu hliðstæðra hagsmuna
að gæta í sambandi við mótun og gerð alþjóða hafréttarlaga. Við lok síðasta
þorskastríðsins, árið 1975, og samkvæmt lokaniðurstöðu hafréttarráð-
stefnu Sameinuðu þjóðanna, náðu íslendingar og önnur strandríki því
marki, að öðlast rétt til þess að alþjóðalögum að útiloka aðra frá nýtingu
efnahagslegra gæða sjávar og hafsbotns út að 200 mílna mörkum frá
grunnlínum. Eigi að síður er þetta atriði enn mjög mikilvægt utanríkis-
stefnumarkmið fyrir ísland, vegna þess að þjóðin verður stöðugt að fylgjast
vel með hvers konar þróun á þessu sviði, sem gæti haft áhrif á lífshagsmuni
okkar í sambandi við einu náttúruauðlegðina sem við eigum, fiskistofnana
umhverfis landið og forgangsrétt okkar til þess að nýta þá.