Andvari - 01.01.1986, Síða 159
ANDVARI
UTANRÍKISSTEFNA ÍSLANDS
157
stundað frjáls milliríkjaviðskipti og selt til og keypt frá vestrænu lýðræðis-
ríkjunum báðum megin Atlantshafsins. Um 3A hlutar af heildarutanrík-
sviðskiptum íslands eru við þessi ríki. Hinir miklu hagsmunir íslands, sem
tundir eru frjálsri milliríkjaverslun við þessi ríki, eru rótfastir í eðli hinnar
efnahagslegu landafræði íslands og framleiðslu- og markaðsgetu okkar. Af
þessu leiðir, að ein ríkisstjórn af annarri, allt lýðveldistímabilið, hefur leit-
ast við að styðja frjáls milliríkjaviðskipti, enda þótt aðstæður hafí ekki alltaf
gert ókkur kleift að njóta fyllstu fríverslunar, einkum fyrst eftir síðari
heimsstyrjöldina.
8. Boð meirihlutavilja íbúanna um utanríkisstefnu
Mér virðist enginn vafi á því, að öll grundvallaratriði íslenskrar utanrík-
isstefnu, eins og þau hafa verið framkvæmd allt lýðveldistímabilið, séu í
fullu samræmi við vilja yfirgnæfandi meirihluta íslensku þjóðarinnar. Segja
má, að þessi grundvallaratriði, nema samvinnan við vestrænu lýðræðisríkin
um öryggismálin og inngangan í EFTA, hafi verið og séu studd af öllum
stjórnmálaflokkum á íslandi og samþykkt af kjósendum í einum kosning-
um eftir aðrar. Aðeins einn stjórnmálaflokkur, Alþýðubandalagið og
skipulagslegir fyrirrennarar þess, hefur verið andstæður einu þessara
grundvallaratriða íslenskrar utanríkisstefnu. Sá flokkur hefur boðað utan-
ríkisstefnu óháða hernaðarbandalögum í stað NATO-aðildar og verið and-
vígur varnarsamningnum við Bandaríkin og veru hersins á íslandi. „Úr
NATO, herinn burt“ hefur verið meginstefna flokksins á þessu sviði.
En Alþýðubandalagið og skipulagslegir fyrirrennarar þess hafa yfirleitt
ekki notið meira en um 20% fylgis á íslandi, venjulega minna. Um 80% og
þaðan af stærri hluti íslenskra kjósenda hefur allt lýðveldistímabilið stutt
það grundvallarstefnuatriði íslenskrar utanríkisstefnu að hafa bæri sam-
vinnu við vestrænar lýðræðisþjóðir um utanríkis- og öryggismál.
Hitt er svo rétt, að stefna, sem leidd er af þessu meginstefnuatriði, þ. e.
a. s. vera bandaríska varnarliðsins á íslandi síðan 1951, er meira umdeild.
Sem dæmi má nefna, að Framsóknarflokkurinn styður samkvæmt marg-
yfírlýstri stefnu sinni aðild íslands að Atlantshafsbandalaginu, en aðeins á
grundvelli þeirra skilyrða, sem samþykkt voru af öðrum aðildarríkjum
bandalagsins, þegar íslendingar gerðust aðilar að NATO. Þessi skilyrði
eru, að ísland hafí ekki her, ætli sér ekki að stofna her, muni ekki hafa er-
lendan her staðsettan á íslandi á friðartímum og eingöngu ef íslendingar
sjálfir telja það nauðsynlegt. Framsóknarflokkurinn myndaði samsteypu-
stjórnir meðal annars 1956 og 1971, sem höfðu, það á stefnuskrá sinni, að
erlenda varnarliðið skyldi fara frá íslandi á kjörtímabilinu. Þessa stefnu gat
flokkurinn og stjórn hans í hvorugt skipdð framkvæmt vegna innbyrðis