Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1986, Side 167

Andvari - 01.01.1986, Side 167
ANDVARI „ÞAÐ LÝSTI OFT AF HONUM . . 165 4 Á sjötta áratugnum, um það leyti sem Vilmundur ritaði flesta hina frá- bæru minningaþætti sína, var ég ekki ótíður gestur á heimili hans. Var þá, ekki síður en áður, gott við hann að ræða, og einatt var það óblandin ánægjustund þegar hann sagði frá. Mátti þá enn kenna þann mann sem Þórbergur hafði kynnst fyrir mörgum áratugum og m. a. lýst á þessa leið: Mér fannst honum liggja flest viðfangsefni í augum uppi, og hann virtist vera vel heima í flestum greinum. Og það var eins og hann hefði ekki neitt fyrir neinu. Það var sama hvort hann talaði um stjórnmál, spíritisma, sálarfræði, stærðfræði, náttúruvísindi, alþýðufróðleik, fólk, þjóðsögur, ljóðagerð, leikrit, skáldsögur eða íslenskt mál . . . Stundum gat hann verið þurr á manninn og sýndist þá taka full-lítið tillit til þeirra sem með honum voru. Þess vegna fannst sumum hann vera hálfgerður durtur að eðlisfari. En það fannst þó þeim einum sem þekktu hann lítið. Stöku sinnum þessi kvöld heima hjá Vilmundi í Ingólfsstræd 14, átti hann það til að seilast niður í skrifborðsskúffu sína og hefja formálalítið að lesa óprentaða frásögu, - um Staðarpresta, um Guðmund vitavörð, um Kjarval, um Jónas frá Hriflu og Guðrúnu Lárusdóttur. Það voru dýrlegar stundir. Allir þessir þættir og nokkrir fleiri af svipuðum toga birtast nú í fyrsta sinn í hinu nýja riti. Árið 1956 tók ég við forstöðu Bókaútgáfu Menningarsjóðs, og fór ég þá brátt að impra á því við Vilmund að fá þættina til útgáfu. En Vilmundur eyddi því tali skjótlega og kvað þessi blöð aðeins til heimilisnota. Þegar ég vakti máls á hinu sama um það bil áratug síðar, var svarið mjög svipað. En að þessu sinni minntist Vilmundur á önnur handrit sín sem lægju óútgefín, þar á meðal sögu læknakennslu á íslandi og ýmsar stærri og smærri ritgerð- ir um lækningasöguleg efni. Leiddi spjall okkar um málið til þess, að árið 1969 kom út á vegum Menningarsjóðs mikið tveggja binda rit eftir Vilmund, Lœkningar ogsaga, nær 800 bls. Er það safn tíu ritgerða, og er síð- asta ritgerðin, „Upphaf ígerðarvarna og við þeim tekið á íslandi“, langlengst, röskar 300 bls. í sambandi við útgáfu þessa ritverks áttum við Vilmundur mikið og gott samstarf sem ég minnist með ánægju. Get ég ekki stillt mig um að segja frá síðustu samskiptum okkar vegna ritsins, enda finnst mér þau lýsa Vilmundi vel, skarpri hugsun hans og orðhagleik sem hann hélt allt til síðustu stundar. Við Vilmundur höfðum orðið hið besta ásáttir um ritlaun fyrir verkið og eins um það að þau mætti greiða í þrennu lagi, síðasta hlutann að ári liðnu frá útkomutíma. Bókaútgáfan var oft fjárvana þessi ár, eins og löngum hef- ur viljað við brenna. Vill þá fjárskorturinn helst til oft bitna á þeim sem
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.