Andvari - 01.01.1986, Side 167
ANDVARI
„ÞAÐ LÝSTI OFT AF HONUM . .
165
4
Á sjötta áratugnum, um það leyti sem Vilmundur ritaði flesta hina frá-
bæru minningaþætti sína, var ég ekki ótíður gestur á heimili hans. Var þá,
ekki síður en áður, gott við hann að ræða, og einatt var það óblandin
ánægjustund þegar hann sagði frá. Mátti þá enn kenna þann mann sem
Þórbergur hafði kynnst fyrir mörgum áratugum og m. a. lýst á þessa leið:
Mér fannst honum liggja flest viðfangsefni í augum uppi, og hann virtist vera
vel heima í flestum greinum. Og það var eins og hann hefði ekki neitt fyrir
neinu. Það var sama hvort hann talaði um stjórnmál, spíritisma, sálarfræði,
stærðfræði, náttúruvísindi, alþýðufróðleik, fólk, þjóðsögur, ljóðagerð, leikrit,
skáldsögur eða íslenskt mál . . . Stundum gat hann verið þurr á manninn og
sýndist þá taka full-lítið tillit til þeirra sem með honum voru. Þess vegna fannst
sumum hann vera hálfgerður durtur að eðlisfari. En það fannst þó þeim einum
sem þekktu hann lítið.
Stöku sinnum þessi kvöld heima hjá Vilmundi í Ingólfsstræd 14, átti
hann það til að seilast niður í skrifborðsskúffu sína og hefja formálalítið að
lesa óprentaða frásögu, - um Staðarpresta, um Guðmund vitavörð, um
Kjarval, um Jónas frá Hriflu og Guðrúnu Lárusdóttur. Það voru dýrlegar
stundir. Allir þessir þættir og nokkrir fleiri af svipuðum toga birtast nú í
fyrsta sinn í hinu nýja riti.
Árið 1956 tók ég við forstöðu Bókaútgáfu Menningarsjóðs, og fór ég þá
brátt að impra á því við Vilmund að fá þættina til útgáfu. En Vilmundur
eyddi því tali skjótlega og kvað þessi blöð aðeins til heimilisnota. Þegar ég
vakti máls á hinu sama um það bil áratug síðar, var svarið mjög svipað. En
að þessu sinni minntist Vilmundur á önnur handrit sín sem lægju óútgefín,
þar á meðal sögu læknakennslu á íslandi og ýmsar stærri og smærri ritgerð-
ir um lækningasöguleg efni. Leiddi spjall okkar um málið til þess, að árið
1969 kom út á vegum Menningarsjóðs mikið tveggja binda rit eftir
Vilmund, Lœkningar ogsaga, nær 800 bls. Er það safn tíu ritgerða, og er síð-
asta ritgerðin, „Upphaf ígerðarvarna og við þeim tekið á íslandi“,
langlengst, röskar 300 bls. í sambandi við útgáfu þessa ritverks áttum við
Vilmundur mikið og gott samstarf sem ég minnist með ánægju. Get ég ekki
stillt mig um að segja frá síðustu samskiptum okkar vegna ritsins, enda
finnst mér þau lýsa Vilmundi vel, skarpri hugsun hans og orðhagleik sem
hann hélt allt til síðustu stundar.
Við Vilmundur höfðum orðið hið besta ásáttir um ritlaun fyrir verkið og
eins um það að þau mætti greiða í þrennu lagi, síðasta hlutann að ári liðnu
frá útkomutíma. Bókaútgáfan var oft fjárvana þessi ár, eins og löngum hef-
ur viljað við brenna. Vill þá fjárskorturinn helst til oft bitna á þeim sem