Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1986, Page 168

Andvari - 01.01.1986, Page 168
166 GILS GUÐMUNDSSON ANDVARI vægastir eru við innheimtuna. Dróst hjá mér úr hömlu að greiða Vilmundi síðasta hluta ritlaunanna, enda hafði ekki verið eftir því gengið. Var komið fram á útmánuði 1971, þegar ég ákvað að bregða mér heim til hans, greiða skuldina og láta afsökunarbeiðni fylgja. Vilmundur var þá orðinn 82 ára gamall, heilsan tekin að bila og líkamskraftar að þverra. Vilmundur tók mér vel að vanda. Um leið og ég fékk honum ávísunina með afsökunarorðum sagði hann: „Peningarnir koma nógu snemma. Sú var tíðin, að mér fannst mig skorta fátt — nema peninga. Nú er svo komið, að mig skortir flest — nema pen- inga.“ Tæpu ári síðar var hann allur. 5 Þegar ég lít yfir efni þessa tveggja binda ritsafns Vilmundar Jónssonar á ég ekki auðvelt með að gera upp á milli þeirra átta efnisflokka sem þar eru. í öllum er að fínna margvíslegt góðgæti. Vafalítið eru þó bestu minn- ingaþættirnir líklegastir til langlífis. Maður verður að játa að stjórnmála- greinarnar sumar, svo snjallar sem þær eru, hafa dofnað nokkuð eftir að flest atvik eru gleymd. Óborganleg fyndnin og napurt háðið í greinum í blaðinu Skutli frá ísafjarðarárunum nýtur sín vart til fulls nema í röðum gamalla Vestfirðinga sem þekktu atburði og persónur. Þó hef ég leyft mér að lesa á samkomum, þar sem pólitík og skemmtun skyldi fara saman, greinina frábæru í formi bréfs til frú Theodóru Thoroddsen, um gamla og nýja íhaldið á ísafirði. Hefur þeim lestri verið einkar vel fagnað, enda mun snjallari pólitísk blaðagrein vandfundin. Það væri þá helst önnur grein Vil- mundar úr Skutli frá ísafjarðarárunum, „Með kossi“. í flokki ritgerða um heilbrigðismál verða nokkrar bráðsnjallar deilu- greinar hvað eftirminnilegastar. Nefni ég þar sérstaklega greinina „Trúin á lygina — Svar til prófessors Guðmundar Hannessonar“. Hrein snilld er og ritgerðin „Logið í stállunga - Ritað gegn auglýsingaskrumi lækna". Þá eru ritgerðirnar um íslenskt mál hver annarri betri, og halda flestar fullu gildi sínu enn í dag. Ein þeirra heitir „Vörn fyrir veiru“. Get ég ekki stillt mig um að birta úr henni nokkra kafla, því auk þess sem hún er bæði skemmtileg og fróðleg, er hún gott dæmi um vopnfimi Vilmundar: 'filefni þessarar greinar eru ummæli góðkunningja míns, dr. Sigurðar Péturs- sonar gerlafræðings, í lokahefti síðasta árgangs Náttúrufræðingsins í grein hans, Vírusarnir og frumgróður jarðarinnar, er hann fordæmir þá uppástungu, að vírus skuli heita á íslenzku veira, en mér er málið skylt, því að ég er uppástungu- maðurinn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.