Andvari - 01.01.1986, Side 171
ANDVARI
„PAÐ LÝSTI OFT AF HONUM . . “
169
sér, heldur á sokknum sínum í hendinni og snýtir sér í hann. Nú er hann svo fá-
tækur, að hann á engan vasaklút. Þetta kalla ég að bjarga sér eins og best gengur.
Ég skellihlæ og bið guð almáttugan að launa honum þetta uppátæki. Þórbergur
segist ætla að liggja í rúminu um hátíðarnar. — „Hvers vegna?“ spyr ég. — „Ég er
skólaus.“ Þögn. — „Heldurðu annars, að það sé nokkuð varasamt vegna heilsunn-
ar að liggja í rúminu?" — „O — nei.“ Kannastu við manninn?
í bréfum Vilmundar til Þórbergs sem flest eru stutt er bæði kumpánleg-
ur og galsafenginn tónn svo sem vænta mátti.
Bréf tilLáru kom út haustið 1924. Vilmundur þakkar vini sínum bókina:
Ástarþakkir fyrir bókina, sem hér þykir hnossgæti, betri en hangiketið úr
Skálavík, sem er grátt og morkið við beinið, en bókin er gegnreykt og rauðust
innst. Menn kunna hana orðið utan að, nema íhaldsmennirnir, sem Helgi
prangaði henni út í. Þeir þora ekki að skera upp úr henni, varla að snerta hana.
Þegar þeir tóku við henni tylltu þeir aðeins að henni gómunum og héldu henni
langt frá sér, eins og þeir byggjust við, að hún myndi explodera á hverju augna-
bliki. Þú varst heppinn, að hún var ekki komin út, þegar skipsskaðarnir miklu
urðu hér. Menn hefðu ugglaust haldið, að þar hefði hún verið um borð . . .
Ég vona, að þú hafið þín laun úttekið syðra þar fyrir bókina: Rekinn úr at-
vinnunni, að minnsta kosti ein kúla í gegnum stráhattinn, boðin ritstjórastaða
við Mogga með 10 þús. kr. byrjunarlaunum, 100 þús. kr. virði í hlutabréfum í
Kveldúlfi fyrir að skrifa níðgreinar um socialisma og samvinnu í Vörð, gelding
(sem hefir tekizt) og tilraun til að skera úr þér tunguna (sem ekki hefir tekizt) . . .
ísafirði 25. okt. 1925:
„Elskulegi fóstursonur. . . Ég hlakka til að sjá svarið til Varðar. En ég er á
glóðum, að ég verði fyrir vonbrigðum, þegar ég sé meðferð þína á eldvígslunni.
Ég býst við svo helvíti miklu. Og í guðsbænum gleymdu ekki að útmála djöful-
lega hlægilega, hvað Jón biskup verður tindilfœttur á spóaleggjunum, þegar hann
fer að vaða slíkt bál á Austurvelli.
Ég og allt mitt hús mundi byrja á að biðja guð fyrir þér, ef nokkur bæði guð.
Og Haddi minnist afa síns í sínum bænum um að skoða kanínur, me og púdda
púdd. Hann styður hönd undir kinn og segir: „Sko afa“ — og heldur við endur-
minningunni með því að heimta að sjá mynd af afa á hverjum morgni, þegar
hann vaknar. Þú sérð, að það eru menn á öllum aldri, sem eru forfallnir í Bréf
til Láru.
Komdu, hvenær sem þú vilt, og vertu svo lengi sem þú vilt. Taugaveikin líður
bráðum hjá, og svo er hægt að bólusetja þig. Og á jólunum verður þú að vera
hér.
Heilsaðu bræðrum okkar og systrum í syndinni.
Þinn Vilmundur & Co.