Andvari - 01.01.1986, Síða 173
ANDVARI
,PAÐ LÝSTI OFT AF HONUM . . “
171
öðrum. En ég kann ráð. Þér þurfið aðeins að eiga tvær íslenzkar bækur: Önnur
er orðabók Sigfúsar Blöndal (sem þér sennilega eigið), og hin er orðabók Fritz-
ners (yfir fornmálið). Þar hafið þér öll herlegheitin. Svo takið þér eftir vild orðin
úr bókunum, ruglið þeim saman og tilreiðið handa yður það, sem hjartað girnist.
Án gamans, leiðbeinið mér frekar um umboðsstarfið, og ég skal sjá, hvað ég get
úr því gert. Hvenær komið þér hingað til að teikna fyrir mig eina landlækninn,
sem þér áttuð eftir? Hann hafði þó nokkuð fallegt skegg.
Reykjavík, 15. nóvember 1954:
Kæri Kurt Zier . . . Ég sendi hér með leikrit Kiljans, sem óvinum hans þykir of
gott og vilja gera verra en það er, en vinum hans ekki nógu gott og vildu fegnir
geta gert það betra. Ég segi: í leikhúsi vil ég sitja og sjá þaðan víðs vegar út í
mannlífið. Á Silfurtunglið horfði ég og sá ekki út úr leikhúsum og litteratúr —
því nær allt mér allt of kunnugt.
Reykjavík, 3. maí 1956:
Kæri Kurt Zier ... Víst las ég Vísisgreinarnar um skólann yðar, en það var
yðar vegna fremur en af áhuga á skólamáium sem er orðinn æðineikvæður. Mín
skólaspeki er þetta: Til er tvenns konar fólk, það sem er meðtækilegt fyrir bók-
legan fróðleik, og það sem er ekki meðtækilegt fyrir bóklegan fróðleik. Fyrri
flokkurinn þarfnast engra kennara, og síðari flokknum gagnast engir kennarar.
Ég útskýri þetta betur fyrir yður, þegar við hittumst.
Með beztu kveðjum og þakklæti.
Vilm. Jónsson.
í Andvara 1984 birtist æviágrip Vilmundar Jónssonar eftir Benedikt Tómasson. Vísast til
þess um nánari greinargerð fyrir ævi og störfum Vilmundar. — Aths. ritstjóra.