Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1957, Page 9

Andvari - 01.01.1957, Page 9
andvari Pálmi Hannesson rektor 5 úsar í Syðra-Vallholti var Ingunn Ólafsdóttir frá Frostastöðum. Systir hennar var Þuríður, amma Benedikts Gröndals yngra, en bróðir Ólafur stórþingsmaður og prófessor á Kóngsbergi (1742— 1832). Margt fleira er þar þjóðkunnra gáfu- og athafnamanna, þótt eigi verði hér talið upp. I handritasafni Pálma Hannessonar hef ég fundið ýmsar sagnir um afa hans, Pétur í Valadal, skráðar af Stefáni Jóns- syni, hinum ættfróða, að Höskuldsstöðum í Blönduhlíð. Get ég ekki stillt mig um að taka hér upp nokkra kafla, svo rnargt virðist hafa verið líkt með skyldum, afa og sonarsyni. Sagt er, að Pétur „tadki snemma að temja sér ýmsar íþróttir, helzt steinatök og glimur. Gerðist hann hrátt stetkur að afli og glírn- inn, svo að fáir þurftu við hann að reyna eða engir urn S'kaga- fjörð. Kallaður var hann skapdeildarmaður og lét jafnan lítið ýfir sér, en kappgjarn ef mótstöðu var að mæta og harðger með afbrigð- utn. Mun það hafa verið metnaður hans að láta sinn hlut eigi verða minni en þeirra, er hann átti við að fást, hverjir sem það voru, og \’irðist áf sögnum sumum sem skapferli hans háfi brugðið Jnjög til þess, sem sagt er af fornmönnum um kapp og harðfengi. Svo er Pétri lýst, að hann væri gildur meðalmaður á 'hæð, en þrek- logur mjög, þýkkur undir hönd, herSibreiður og jafnbola, dökkur a hár og allvænn álitum. Á þcim tímum var drykkjuöld mikil, og var Pétur talinn heldur ölkær framan áf ævi, en sjaldan mun ‘hann ha'fa drukkið svo, að hann væri ekki vel sjálffær. Pétur var allungur, er 'hann 'fór 'fyrst suður til sjóróðra, eins og þá var títt meðal Norðlendinga, og hélt hann þessum hætti allt til þess, er hann kvæntist og fór að búa í Valadal. Reri hann lengst af í 'Höfnum hjá Vilhjáhni ríka Hákonarsyni í Kirkjuvogi, en síðar hjá Katli Ketilssyni i Kotvogi. Það var á einni vertíð, er Pétur var htt að árurn, að hann reri hjá Vilhjálmi í Kirkjuvogi, og t'oru Jreir 14 á skipi. Árni hét einn háseta og var að austan, karlmenni ‘hið niesta, og fýsti Pétur mjög að reyna sig við 'hann, en vildi ekki ráða tii að 'fyrra bragði, því að þeim samdi vel. Einhverju sinni

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.