Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1957, Side 16

Andvari - 01.01.1957, Side 16
12 J. Eyþórsson ANDVARI Vorið 1918 lauk Pálmi stúdentsprófi tvítugur að aldri, með 1. einkunn, og mun hafa verið liinn 5. í röðinni ofan frá. Meðal prófbræðra hans eru dr. Einar Ólafur Sveinsson, séra Svein- björn Högnason, Stefán Jóh. Stefánsson, Brynjólfur Bjarnason, Gústaf Jónasson, Gústaf A. Sveinsson og Brynleifur Tobíasson. Hæstar voru einkunnir Pálma í íslenzkum stíl og náttúru- fræði, sem vænta mátti. Þau þrjú ár, sem Pálmi var í menntaskóla, voru styrjaldarár. Þá var og á dölinni undirbúningur sambandslaganna frá 1. des. 1918. Þetta voru því viðburðaríkir tímar og lítt fallnir til þess að sökkva sér niður í námsbækur í von um liáar einkunnir. Er það mála sannast, að flestar einkunnir á stúdentsprófi vorið 1918 eru fremur lágar. Elins vegar bafa margir úr þessum árgangi orðið þjóðkunnir stjórnmála- og fræðimenn. Fyrstu skólaár sín var Pálmi jafnan í kaupavinnu á sumrurn í Skagafirði og reyndist bæði þrekmikill og kappsamur til starfa. Síðar var bann oftast í ferðalögum á sumrin, m. a. með Guð- mundi Böðvarssyni kaupmanni, sem þá keypti hross til útflutn- ings norðan lands og rak til Reykjavíkur, en þar voru þau sett í skip. Var bvort tveggja, að vinna þessi var vel borguð, og hitt, að dugnaður Pálma, þekking á bestum og lagni fékk verkefni við sitt liæfi. Guðmundur Böðvarsson og Pálmi urðu núklir vinir af jrcssuin kynnum, og einnútt á þessum árurn kynntist Pálmi fjölda bænda víðs vegar um land, bestamönnum og hag- yrðingum. Veit ég að mörg slík kynni entust ævilangt, t. d. við Einar E. Sæmundsen. Einnig var bann í markaðsferðum með Pétri Ottesen alþingismanni, og var þeim jafnan vel til vina síðan. Það, sem Pábni kunni ekki til ferðalaga áður, lærði hann a þessum árum. M. a. varð hann öruggur vatnamaður. Pálmi var ekki aðeins ötull, heldur einnig gætinn ferðamaður, sem lét ser annt urn ferðahestana. Átti hann á þessum árum tvo besta graa, annan frá Skíðastöðuin, en hinn þeginn að gjöf af Guðmundi

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.