Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1957, Side 20

Andvari - 01.01.1957, Side 20
16 J. Eyþórsson ANDVAM væri honum áreiðanlega fremri að íslenzkri náttúruþekkingu og jarðfræðikunnáttu almennt. Sumarið 1924 fara þeir Pálmi og Nielsen um Hlöðuvelli og Hagavatn upp að Hvítárvatni en síðan austur í Nauthaga og Arnarféll. Dagbók Pálma frá þessari ferð er ekki hreinrituð, en margar fróðlegar athuganir eru þar skráðar. Frá árunum 1925 og 1926 virðast ekki vera til ncinar dag- bækur um rannsóknaferðir, en sumarið 1927 gerir Pálmi út mikinn leiðangur að vesturjaðri Vatnajökuls og til Veiðivatna ásamt Steinþóri Sigurðssyni, sem þá var við nám, og Niels Nielsen. Gerði Steinþór kort af svæðinu, sem þá var ómælt, en Nielsen skrifaði allmikla ritgerð um landmyndun á svæði þessu. Var Pálmi hverjum manni kunnugri jarðfræði og staðháttum við Veiðivötn og í Tungnaárfjöllum, en þar liefur til skannns tíma verið lítt kannaður tröllaheimur. 1928 er dagbók með ýmsum atluigunum á Fléraði og Aust- fjörðum, en fremur lausleg. Frá þessu sumri er einnig lýsing a Heljardal. Margt af því, sem skráð er í dagbókum þessara ára, hefur Pálmi dregið saman 1 ritgerð þá, er birtist í tímaritinu Rétti, 12. og 13. árg. (Akureyri 1927/28) undir fyrirsögn: Frá óbyggð' um I. ArnarvalnsheiÓi, Kjölur og Eyvindarstaðaheiði. Skiptist greinin í fjóra kafla: A: Inngangur, B: Arnarvatnslieiði, C: Kjölur og D: Eyvindarstaðaheiði. Tekur lýsing Pálma mjög fram eldri lýsingum af þessum slóðum. Er þar mikinn örnefnafróðleik og jarðfræðilegar skýringar að finna, þótt stöku atriði hafi þurft að leiðrétta við nánari kynni. Árið 1929 verður hlé á rannsóknum Pálma, enda hafði hann þá ærið að starfa á öðru sviði, því að þá um haustið var hann settur rektor Menntaskólans í Reykjavík og skipaður í það env hætti 4. sept. 1930. Verður nánar rætt um það hér á eftir. Sumarið 1930 tekur Pálmi aftur upp rannsóknaferðir. Fra því ári er til ágæt dagbók um Hofsafrétt í Skagafirði og rann- sóknir á fjám og rústum, einkum Orravatnsrústum. Mælingar,

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.