Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1957, Side 26

Andvari - 01.01.1957, Side 26
22 J. Eyþórsson ANDVAKI sama hann. — Þetta tókst. Pálmi handtók þjófinn, en varð af Kjalarferðinni í það skiptið. Að sjálfsögðu átti Pálmi sæti í stjórn margra félaga. T. d. var hann í stjórn Ferðafélags Islands frá 1932 og varaforseti þess frá 1947. Hann var einnig í örnefnanefnd, enda fáir honum sannfróðari um örnefni bæði í byggð og óbyggð. Sæti átti hann í stjórn Hins ísl. náttúrufræðifélags 1929—1940 og í stjórn minn- ingarsjóðs Þorvalds Thoroddsens. Þlann var heiðursfélagi í Dansk Geologisk Forening og Hans Egede-medalia Landfræði- félagsins danska var honurn veitt haustið 1947. Þess rná og geta hér, að sumarið 1950 var Pálrna Hannessyni boðið í kynnisför til Bandaríkjanna ásarnt Alexander Jóhannes- syni þáverandi háskólarektor. Fóru þeir víða og kynntu sér skipu- lag háskóla og menntaskóla þar í landi. — Einnig mætti Pálmi sem fulltrúi íslands á 75 ára landnámshátíð Vestur-íslendinga á Gimli 7. ágúst. Flutti hann landnemunum árnaðaróskir heinra- landsins og ávarpaði þá snjallri og fallegri ræðu (sbr. Tímann 10. sept. 1950). í þessari ferð mun Pálmi hafa kennt vanheilsu nokkurrar, er síðar ágerðist. Veðurlag vestan hafs, einkum hitar og rakaþrungið loft, átti illa við hann. Skömmu eftir heimkomuna fékk hann bráða hotnlangabólgu og þurfti að ganga undir uppskurð í skynd- ingu. SKÓLAMEISTARI. Eins og drepið var á hér að frarnan, var Pálmi settur rektor Menntaskólans í Reykjavík haustið 1929, þá aðeins 31 árs að aldri, en skipaður var hann í embættið 4. sept. 1930 og gegndi því síðan til hinztu stundar. Skipun Pálrna í þetta virðulega embætti kom óvænt nokkuð og vakti mikinn úlfaþyt í bili, en hann hljóðnaði þó brátt. Jónas Jónsson frá Hriflu hafði tekið við yfirstjórn menntamála í ráðu- neyti Tryggva Þórhallssonar sumarið 1927. Geir Zoéga rektor féíl frá 1928, og sóttu þá um rektorsembættið auk Pálma Flannes-

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.