Andvari - 01.01.1957, Qupperneq 28
24
J. Eyþórsson
ANDVAHI
Ilún liefur leitt mennina til allra framíara, og hún mun leiSa þá
til miklu stærri og veglegri sigra en oss dreymir um.
Þess vegna boða ég ykkur Jeitina aS sannleikanum.
Hvernig starf mitt reynist og vonir mínar rætast, fær enginn
vitaS 'fyrir. Menn mega ræSa um þaS máil og rita, eins og þeim
líkar bezt. En orS hafa þar engan sannanamátt, heldur verkin ein.
SíSar, þegar lífi mínu er JokiS, mun framtíSin kveSa upp sinn dóm
yfir mér, því aS hæsti sjónaihóllinn yfir mannlegt lí'f — er gráfar-
bakkinn.1)
Svo kveS ég ykkur til starfs og drengilegrar athafnar. Gangið
fram og hlúiS þið að 'hverju lífgrasi, sem grær við götu ykkar. —
En umfram a 111: LeitiS sannlei'kans."
Hinn ungi rektor náði þegar góðum tökum á skólastjórn.
Hann kom brátt á góðu samstarli við alla kennara skólans. Nem-
endur lærðu fljótt að rneta drengilega framkomu hans og hressi-
legt viðmót, jafnvel þótt sumir mættu í öndverðu með nokkra
tortryggni í kollinum. Ýmis nýbreytni kom til sögunnar, sem
ungt fólk kann oftast að meta, livað sem hver segir. — Skólinn
fékk til umráða frá ríkinu bíl, gamlan að vísu, háværan og hastan.
Hét sá „Gamli gráni“. Létti hann mjög undir sundferðum nem-
anda inn í Laugar og skíðalerðum. Bókasafnið Iþaka var lagfært og
lestrarsalur búinn þar neinöndum. Gagngerð viðgerð fór einnig
fram á kennslustofum skólans. Skrópvottorð voru afnumin, en i
þess stað leitaðist rektor við að kynna sér ástæður fyrir fjarvistum
nemanda. Mætti hann að jafnaði fyrstur manna að morgninum,
athugaði ljarvistir og hafði síðan samband við heimili nemanda,
1) Við andlatsfregn Pálnta skrifaði aðalritstjóri Morgunblaðsins á þessa Lið
m. a.: „Stjórnaði hann skólanum með mikilli reglusemi, áhuga og velvild til
allra hinna mörgu nemenda sinna. Hann var félagslyndur maður og kom ser
alls staðar vel í samstarfi við aðra. . . .“