Andvari - 01.01.1957, Qupperneq 39
andvari
Hérað milli sanda og
eyðing þess.
Eftir Sigurð Þórarinsson.
Svo segir í Landnámabók, að þegar Ingólfur Arnarson hélt
til íslands öðm sinni og hugðist nema þar land, skaut hann fyrir
t>orð öndvegissúlum sinum til heilla, er hann sá landið, og mælti
svo tyrir, að hann skyldi þar byggja, er súlurnar kæmu á land.
Sjállur tók hann þar land, sem nú heitir Ingólfshöfði. Ekki er
þess beinlínis getið, hvar hann hafi haft sína fyrstu vetrarsetu,
en gera má ráð fyrir, að það hafi verið einhvers staðar þar nærri.
Svo er og sagt, að þá er Ingólfur að endingu tók sér bólfestu
rar sem þrælar hans, Karli og Vífill, fundu öndvegissúlumar á
land reknar, hafi Karli mælt: „Til ills fóru vér um góð hémð
er vér skulum byggja útnes þetta“. Lengi býr að fyrstu sýn, og
hafi Karli viðhaft þ essi ummæli er ekki óliklegt, að hann hafi
'att í huga gróðurlönd þau, er fyrst urðu á vegi hans á Islandi
°g þar sem hann upplifði sitt fyrst íslandsvor, bjarkarhlíðar og
'íðlenda grasvelli í skjóli jökuljöfurs þess, er hæst ber á íslandi.
hki mun þá margur bletturinn bafa verið búsældarlegri á ís-
Jandi öllu og líklegt að ásarnir kringum Reykjavíkina hafi verið
nnnna freistandi til búsetu. Ekki gat Karla þræl órað fyrir því,
a< á þessum sömu ásum myndi síðar búa nær helmingur lands-
otitsins. Og ekki óraði hann heldur fyrir því, hverjum örlögum
ngollur bægði frá niðjum sínum með því að lúta vilja guðanna
eg yíirgefa hinar búsældarleg u brekkur og velli við rætur hins
náva jökuls.
Virðum snöggvast fyrir okkur byggðina austur þar. Fram á