Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1957, Page 41

Andvari - 01.01.1957, Page 41
andvaiu Hérað milli sanda og eyðing þess 37 Loftslag er gott í Öræfum á íslenzkan mælikvarða, einkum vestan jökuls, og hygg ég, að engin býli á landinu njóti meiri veðurblíðu en Svínafell og Skaftafell, enda ber gróðurinn því vitni. Meðan enn var ferðazt á hestum var það ævintýri að koma vestan yfir Skeiðarársand til Öræfa. Eftir daglanga reið yfir gráar sandauðnir og stundarlangt svaml yfir kaldar kvíslar Skeiðarár barst manni að viturn bjarkarilmurinn úr skógarbrekk- unum við Skaftafell eða Svínafell. Hestarnir greikkuðu sporið °g innan skamms var maður sunginn í svefn af niði fossandi bæjarlækja í annarri bvorri þessara unaðslegu vinja, sem ekki eiga sinn líka á landi bér. Ekki þarf lengi að skyggnast um í fornum beimildum til :'b komast að raun um, að margt hefur breytzt á þessum slóðum síðan byggð hófst þar. Landnáma segir Þórð Illuga hafa brotið sbip sitt á Breiðársandi og tekið sér bólfestu undir Felli, þ. e. a þeim bæ, er síðar er nefndur Fjall, við rætur Breiðamerkur- íjalls. Litlu austar var bær sá, Breiðá, þar sem Njála segir Kára hafa búið. Enda þótt litið sé á Njálu fyrst og fremst sem mikið skáldrit, er bún skáldrit af því tagi, að meistari hennar myndi aldrei hafa látið Kára búa á Breiðá, nema þar bafi verið myndar- jörð í bans tíð eða hann bafi vitað til þess, að þar bafi áður fyrr verið gott undir bú. Nú eru bæði þessi býli, Fjall og Breiðá, nýlega komin undan jökli, vegna jökulbráðnunar síðustu ára- tugaj eftir að bafa verið ísi hulin meir en tvær aldir. A þjóðveldistímanum var Svínafell stórbýli, einkurn á Sturl- Uugaöld. Öðru vísi hefur þá verið þar umhorfs en nú, er Svína- fellsjökull befur ekið háum jökulgörðum í fárra bundraða metra fjarlægð frá túninu og jökulár hafa breitt út aura sína næstum leim undir túnfótinn. Það er því auðsætt, að jöklar hafa gengið fram og sorfið að þessari byggð síðan menn tóku sér þar bólfestu. Þetta hefur Pu ekki baft úrslitaþýðingu um örlög byggðarinnar, allra sízt raman af öldum. Önnur öfl urðu þar afdrifaríkari. En víkjum ryrst nokkru nánar að hinni fornu byggð.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.