Andvari - 01.01.1957, Page 56
52
Þorkell Jóhannesson
andvari
1857. Gerði hann samning við bændur í Borgarfirði um kaup
á laxi til niðursuðu. Niðursuðu þessa rak liann fyrst í Borgar-
nesi en flutti hana síðar upp í árrnót Hvítár og Grímsár, skamrnt
fyrir ofan Hvítárvelli. Segir í Héraðssögu Borgarfjarðar, að
Ritchie ræki niðursuðu þessa til 1876. Greiddi hann 10 sk. fyrir
pundið í laxinum slægðum og hausuðum frá öndverðu, en er
laxverðið komst upp í 30 aura, þótti honum það of hátt og hætti
niðursuðunni. Hér segir og, að hann hefði niðursuðu á Akranesi,
syði þar niður fisk, einkum ýsu, um nokkurt skeið. 1859—1861
leigði Ritchie veiði í Elliðaám og hafði niðursuðu og reykhús i
Laugarnesi. Virðist starfsemi þessi öll hafa gengið nógu vel, þvi
1861 skýrir Þjóðólfur frá því, að annar brezkur maður, Hogarth
að nafni, stundi veiðar í Olfusá og Þjórsá. 1862 er Ritchie hættur
við Elliðaárnar og sýður niður fisk í Laugarnesi, en í ágúst um
sumarið brann geymsluhús hans í Laugarnesi og fór hann við
það á brott með mönnum sínum og mun ekki hafa stundað
veiðar syðra eftir það.
Þegar hér var kornið sögu, var ekkert því til fyrirstöðu, að
bein viðskipti ætti sér stað milli íslands og Bretlands. Lóru og
flutningar þangað og þaðan vaxandi, úr því er verzlunin var
frjáls orðin. Árið 1859 gera Englendingar tilraun með að efna til
fastrar verzlunar á Seyðisfirði. Voru það kaupmenn frá GlasgoW,
Henderson og Anderson, er hér riðu á vaðið. Árið 1863 stofnuðu
þeir verzlunina Glasgow í Reykjavík en litlu fyrr eða 1861 höfðu
þeir keypt verzlunarstaðinn Grafarós nyrðra. Verzlun þessi hætti
1868 með gjaldþroti. En þótt svona færi fyrir Henderson, ma
kalla, að þessi fyrsta tilraun til beinna verzlunarviðskipta milh
Englands og íslands yrði affararík. Upp frá þessu færast við-
skiptin við England í aukana með ýmsum hætti, sem enn mun
sagt verða.
Um og upp úr 1860 fara ungir íslendingar, sem framast
vildu í kaupskap, að sækja til Englands. Má til þess nefna Þorlák
Ó. Johnson, frænda Jóns Sigurðssonar, Pétur Eggerz frá Akur-
eyjum, Þórð Guðjohnsen, síðar faktor 0. & W. í Húsavík o. fl-