Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1957, Page 65

Andvari - 01.01.1957, Page 65
ANDVARI Brot úr verzlunarsögu 61 yrði landsmönnum örðug í slíku árferði. Kaupmenn héldu fast á vörum sínurn, er skuldastaðir þóttu, víðast óvænlegir. Hér við bættist, að verð þótti í hærra lagi á erlendri vöru. A þessum árum gerðu íslenzk blöð, ekki sízt Þjóðólfur, all- mikið að því að birta fregnir um verðlag á vörum, eigi aðeins hér á landi, heldur og í Danmörku. Mönnum var því vel kunn- ugt um það, að hægt var að fá vörur t. d. frá Kaupmannahöfn með allmiklu lægra verði en í verzlunum í Reykjavík, og er víst, að einhverjir reyndu að nota sér það við og við að panta smá- vöruslatta með póstskipinu frá Kaupmannahöfn, en eigi fara þó miklar sögur af því. En sumarið 1869 tóku nokkrir útvegsbændur og fleiri menn á Seltjarnarnesi og við Reykjavík rögg á sig, gerðu félag með sér um allstóra vörusendingu til Kaupmannahafnar og pöntuðu vörur þaðan aftur fyrir andvirðið. Frá þessu skýrir blaðið hjóðólfur XVII., 1.—2. tbl., 18. okt. 1869, og lætur mjög vel yfir árangrinum. Eigi er ljóst, hver annazt hafi viðskipti þessi ytra, en formaður samtaka þeirra Seltirninga var Magnús Jónsson, fyrrv. þm. Reykv., kenndur við Bráðræði, merkur dugnaðarmaður, afi Magnúsar Sigurðssonar bankastjóra. Þótt hér væri í fyrstu eigi meira á höndum haft en nú var sagt, vakti tiltæki þeirra Seltiminga mikla athygli víða um land. Er skemmst frá því að segja, að hinn næsta vetur og fram á vor 1870 risu á legg all- almenn samtök bænda í ýmsum sveitum sunnan frá Reykjanesi allt vestur í Dali, er telja má að nokkru leyti a. m. k. runnin b'á félagi Seltirninganna og af hvötum forgöngumanna þess. Á sama tíma kemst fullur skriður á stofnun verzlunarfélaga, er náðu yfir Húnavatnssýslu og Skagafjörð, en stofnun þeirra var frá upp- f'afi í allnánum tengslum við samtök Eyfirðinga og Þingeyinga, Gránufélagið. Þess er ekki kostur að rita hér mjög ýtarlega um samtök þessi syðra og vestra og sögu þeirra, enda liggja heirn- ildir eigi á lausu. Verður að nægja stutt yfirlit. I Fréttum frá íslandi 1869 og 1870 er nokkuð vikið að sam- tökum þessum. Er þar fyrst bent á þá staðreynd, að verzlunin bafi þyngzt svo síðan 1864, að bændur hafi þurft þrefalt meira

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.