Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1957, Page 66

Andvari - 01.01.1957, Page 66
62 Þorkell Jóhannesson ANDVARI magn af aðalútflutningsvöru sinni, ullinni, til þess að borga jafna vigt af korni 1868. Til þess að ráða bót á ókjörum þessum liafi Eyfirðingar keypt skip 1868 og Seltirningar hafið pöntunarsam- tök sín sumarið 1869. í Fréttum frá íslandi 1870 segir svo: „Þess var getið í fyrra (1869), að landsmenn hafi á nokkrum stöðum verið að reyna að gjöra félag og samtök til að setja sig beinlínis í samband við erlendar verzlanir; veturinn 1869—1870 jólcst áhugi manna á þessu enn meir og verzlunarfélög mynduðust víðsvegar um land, er á ýmsan hátt leituðust við að ná tilgangi sínum og útvega betri kaup en menn áttu kost á að fá við hinar föstu verzlanir hér á landi. Sigfús Eymundsson ljósmyndari bafði átt allmikinn þátt í félagi manna þeirra í Reykjavík og þar í grennd, er 1869 lcngu vörur sínar beinlínis frá útlöndum með póstskipum; bann stóð í sambandi nokkm við sum af félögum þessum, og fór hann í fyrra vetur upp um Borgarfjörð og vestur um Dali og samdi þar við menn; tókst Sigfús á hendur að út- vega þeim nýja verzlun, en þeir skuldbundu sig aftur'að eiga viðskipti sín við hann.“ Sigfús Eymundsson var upprunninn í Vopnafirði, f. 1837- Hann fór utan til bókbandsnáms í Kaupmannahöfn 1857 og dvaldist fjögur ár í Kaupmannahöfn, en því næst hálft fjórða ár í Noregi, í Kristjaníu og Björgvin, nam þar m. a. ljósmynda- gerð. Því næst fór hann aftur til Kaupmannahafnar og dvald- ist þar við Ijósmyndasmíði hálft annað ár. Hvarf hann svo til Islands eftir 10 ára útivist og settist að í Reykjavík 1866. Hér verður ekki nánara rakin ævi Sigfúsar, en af því, sem nú var sagt, er Ijóst, að hann muni verið hafa af langdvölum sínum ytra allvel kunnugur bæði í Kaupmannahöfn og í Björgvin, sem hér skipti mestu máli. Að sjálfsögðu hafði hann rnikil kynm haft af Jóni Sigurðssyni á Hafnarárum sínum. Er efalaust, að forráðamenn verzlunarfélags Seltirninga festu auga á Sigfúsi til framkvæmdastjórnar fyrir félag sitt cigi sízt vegna kynna hans ytra, en að öðru var Sigfús líklegur til góðra afreka, maðurinn stórhuga og framkvæmdagjarn, þótt líklega væri hann ekki þeim

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.