Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1957, Page 75

Andvari - 01.01.1957, Page 75
ANDVARl Brot úr verzlunarsögu 71 fastri verzlun. Voru þar fremstir í flokki Jón ritstj. Guðmunds- son og Kristinn Magnússon í Engey. Var ráðið í marzmánuði 1873 að „bteyta því eldra fyrirkomulaginu og snúa því upp í hlutafélag“, og kjörin nefnd til þess að semja frv. til laga fyrir félagið. I þeirri nefnd áttu sæti Jón Guðmundsson, Kristinn Magnússon og Magnús Jónsson. Þetta frv. var svo samþykkt í einu hljóði á fundi 9. apríl. Hinn 13. maí var almennur fundur haldinn í félaginu að fundarboði Magnúsar Jónssonar og skorað á félagsmenn að mæta, „þar sem til stendur, eins og þeim er kunnugt, að ræða þar á fundinum og koma sér niður á öðru fyrirkomulagi félagsins til frambúðar". A þessum fundi var kosin bráðabirgðastjórn, þeir Jón Guðmundsson, Kristinn Magnússon og Olafur Guðmundsson, hinn síðasttaldi í stað Magnúsar Jóns- sonar, er vildi ekki taka við kosningu. Af því, sem nú var ritað, er ljóst, að klofningur var kominn í félagið áður en fundurinn 13. maí var haldinn og hefir Magnús Jónsson og aðrir, sem hon- um fylgdu, ekki viljað sætta sig við þær nýju breytingar á fyrir- komulagi félagsins, sem fundurinn samþykkti. Varð svo niður- staðan sú, að pöntunarfélag Seltirninga hélt áfram eins og áður undir stjórn Magnúsar, en upp úr umbrotum þessum spratt nýtt félag, Verzlunarfélagið í Reykjavík og á Seltjarnarnesi, undir forustu Jóns Guðmundssonar. Félagið var hlutafélag, þannig að hver maður lagði fram 25 rd. í vörum eða peningum. Voru þetta nefndir veltuhlutir og af því dró verzlunarhús félagsins í Reykjavík nafn síðar, var kallað Veltan og af því er enn kallað Veltusund í Reykjavík. Meðan þessu fór fram, héldu Sunnlendingar áfram að ráða ráðum sínum um stofnun verzlunarsamtaka. A sýslufundi Rang- æinga að Stórólfshvoli, 16. maí 1873, var málinu svo langt komið, að safnað var rúmum 3500 rd. í hlutaloforðum. Var þar kosin 5 manna nefnd til framkvæmda í málinu, þeir Sighvatur Arnason, síra Gísli Isleifsson, síra Hannes Stephensen, síra Skúli Gíslason og Erlendur Eyjólfsson. Var ætlunin að hafa sam- vinnu við Árnesinga. Hinn 21. maí áttu Árnesingar fund að

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.