Andvari - 01.01.1957, Page 78
74
Þorkell Jóhannesson
andvari
mundsson gerðist framkvæmdastjóri félagsins. Svo er talið, að
hið fyrra verzlunarfélag í Reykjavík, sem stofnað var 1848, að
nokkru leyti að forgöngu Jóns, liafi lamazt þegar í upphafi,
vegna þess að Jón fór af landi brott litlu síðar og gat því ekki
lagt þ ví lið, er mest reið á. Mætti virðast sem svo, að Jón Guð-
mundsson hafi verið minnugur þess, að hann átti verzlunarsam-
tökunum skuld ólokna, er hann á gamals aldri og tæpur að heilsu
kastar frá sér ritstjórn og umsjá Þjóðólfs og helgar verzlunar-
félaginu krafta sína. Idinn 13. des. sigldi Jón til Kaupmanna-
hafnar í erindum félagsins. Heim kom hann úr þessari för 22.
marz 1874. Hafði hann þá selt blað sitt, Þjóðólf, Matthíasi skáldi
Jochumssyni. Skorti félagið ekki vörur og var hús keypt og verzlun
hafin. Hinn 6. júlí var fyrri aðalársfundur félagsins haldinn í
Reykjavík. Hlutaféð var þá réttir 12 þús. rd. Þótti allvel horfa
um hag félagsins og ákvað stjórn þess að greiða hluthöfum 4%
í ársvexti.
Af því sem nú var sagt, mætti svo virðast sem glæsilega horfði
fyrir verzlunarhlutafélaginu, þrátt fyrir allt. Hélt það og vel í
horfi árið 1874. En hér urðu skjót veðrabrigði. Hinn 31. maí
1875 andaðist framkvæmdastjórinn, Jón Guðmundsson, eftir
nokkra vanheilsu en stutta legu. Þar með var frá fallinn sá
maðurinn, er samtökin rnáttu sízt missa. Virðist svo sem félaginu
hafi hnignað skjótlega eftir fráfall Jóns. Þátttaka bænda úr
austursveitum mun hafa brugðizt og reksturinn dregizt saman,
en þó leið félagið ekki til fulls undir lok fyrr en 1883—1884,
er Veltan var seld og öllum rekstri hætt. Var Halldór Kr. Frið-
riksson lormaður þess alla tíð frá 1875.
Kalla má að samtök Reykvíkinga og Seltirninga, er hófust
þó svo glæsilega á árunum 1868—1869, fengi litlu til vegar snúið
til umbóta á verzluninni. Upp úr samtökum Borgfirðinga og
Mýramanna spratt lítið, nema ef telja skyldi að héðan af tókst
allmikil lausaverzlun á Brákarpolli og síðar föst verzlun Jóns
Jónssonar frá Okrum. Breiðfirðingar og Snæfellingar brugðu
1873 á sarna ráð og Sunnlendingar, er menn þóttust sjá fyrir