Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1957, Page 81

Andvari - 01.01.1957, Page 81
ANDVARI Brot úr verzlunarsögu 77 Hér hafa verið tilgreind dæmi um verzlunarsamtök meðal bænda í Húnavatnssýslu, bæði úr vestri og eystri hluta sýslunnar, um og eftir 1860. En eigi getur þar almennra samtaka fyrri en vorið 1868. Samkvæmt frásögn úr Húnavatnssýslu, dags. 15. maí 1868 og prentaðri í Norðanfara, 13.—14. tbl., 18. júní s. á., urðu almenn samtök í héraðinu þetta vor að höldnum sýslu- fundi og fundum í hreppunum. Hér var þá svo ástatt, að kaup- menn voru lítt birgir, en hin mesta þurrð var á matvöru meðal allrar alþýðu í héraðinu. Áttu samtök þessi fyrst og fremst að gæta þess, að skuldugir bændur og snauðir yrði ekki fyrir borð bornir í viðskiptum við kaupmenn og stæði svo uppi bjargþrota með hyski sínu. Svo virðist sem árangur hafi orðið í minna lagi af ráði þessu og var kaupmönnum um kennt, enda hefði þeir metið meira að notfæra sér neyð manna til þess að knýja þá til skuldbindinga um ársviðskipti þeirra en að veita viðtöku ábyrgðar- seðlum hreppstjóra og félagsformanna um skilvísa greiðslu fyrir nokkrum skeppum af kommat. Varð af öllu þessu nokkur úlfa- þytur, sbr. Norðanfara 1868, 21,—22. tbl. Þetta sama ár birtist í Norðanfara 27.-28. tbh, bréfkafli úr Skagafirði, dags. 17. sept., þar sem getið var verzlunarfélags, er stofnað hafði verið í fjórurn hreppum sýslunnar, „sem hafði góðan árangur í til- liti til prísanna, en einkum þó í því að ná matnum hjá þess- um lausakaupmönnum, þar eð ekki var nema ein verzlun hér 1 sýslunni, sem ekki hefði getað nægt öllum (í)búurn hennar með vöruhirgðir. Þessi félagsverzlun komst á, án þess að halda nokkurn sýslufund og því síður að skrifa lög í svo og svo mörg- um greinum, er þyrfti til heilar arkir“. Annar Skagfirðingur rit- aði athugaserod við ummæli þessi í Norðanfara, 35.-36. tbl., 18. des. s. á., og dregur þar í efa, að forgöngumönnum félagsins hafi reynzt fyrirhafnarlítið að koma því á fót. „Eigi þykja mér heldur lagalaus verzlunarfélög eins lofsverð eins og honum, því þau munu varla þrífast til lengdar." Af því, sem nú var ritað, virðist auðsætt, að verzlunarsamtök hænda í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum stóðu veikum fótum

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.