Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1957, Page 82

Andvari - 01.01.1957, Page 82
78 Þorkell Jóhannesson ANDVARI fram urn árslok 1868. En á þessu verður gagnger breyting þegar á næsta ári, 1869. Orsakirnar voru liinar sömu og þær, sem knúðu menn á suðvesturlandi í verzlunarfélag um sama leyti: Dýrtíð, mcgn kurr yfir illu verzlunarlagi, samfara beizkri óánægju vegna seinagangs í stjórnarskrármálinu, en á bvoru tveggja áttu Danir sök. Hér bættust svo við stórfelld vörusvik (ormakornið), en mikið má vera, ef einliverjir hafa þá ekki rennt huganum til mjölsvika Almenna verzlunarfélagsins hundrað árum fyrr, 1768, svo frægt sem það mál varð, rétt eins og selstöðueinokunin væri að balda upp á þetta aldarafmæli í sögu gömlu kaupþrælkunarinnar. Fregnirnar um skipakaup Eyfirðinga og áform þeirra í því sam- bandi liafa og efalaust baft sterk áhrif, svo og umtal um stofnun vcrzlunarfélaga syðra, sem fyrr var frá sagt, enda var nú skammt að bíða stærri tíðinda. Þegar Pétur Eggerz hefir, svo sem fyrr var til vitnað, lýst verzlunarfélagi því, sem Páll Vídalín átti um nokkra hríð með bændurn úr Þorkelshólshreppi, bætir hann við á þessa leið: „En með því honum nú eigi virtist, að svona löguð samtök gæti komið landsmönnum yfirhöfuð að sömu notum, þar sem verzl- unaraflið allt fyrir þetta væri eingöngu í höndum danskra kaup- nranna, kom honum til hugar að reyna að koma verzluninni í hendur landsmanna sjálfra, svo arðurinn af verzluninni rynni inn í landið, en eigi út úr því, og bar hann því fyrstur manna þá uppástungu fram á fundi á Þingeyrum hinn 8. október 1869, sem hann kvaddi til, að Húnvetningar stofnuðu hlutafélag, er hefði þann tilgang að losa sýsluna og jafnvel srnátt og smátt alla landsmenn undan verzlunaránauð þeirri, er á landinu hvíldi, og með því kaupmaður Pétur Eggerz, mágur hans, er átti verzl- unarstað á Borðeyri, styrkti vel mál þetta, höfðu rnenn þegar góðar vonir um, að hlutafélag gæti stofnazt, og voru þeir mágar og séra Sveinn Skúlason á Staðarbakka því næst kosnir í nefnd til að semja frumvarp til laga lianda liinu fyrirhugaða verzlunar- félagi, og kvaddi Páll Vídalín þá aftur til fundar að Gauks- mýri í þessu ináli hinn 15. dag marzmán. 1870, og voru þar

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.