Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1957, Side 87

Andvari - 01.01.1957, Side 87
andvari Þáttur urn skipsströnd í Skaftafellssýslu 83 reynt að gera sér skipreika að óleyfilegri féþúfu. En við lítið hefir það oftast haft að styðjast, og alls eigi átt sér stað, það menn til viti, þar sem embættisgát hefir verið í fullu lagi og siðferðisþroski almennings með felldu, svo sem allajafna hefir verið í hinum meiri háttar strandstöðvum hér á landi. Það mun vera alkunna, að í Skaftafellssýslu hafa skipsströnd verið tíðari — og það svo af ber — en á nokkru öðru svæði þessa lands. Má það og kalla að vonum, er htið er tii þess, hversu til hagar þar um aðstöðu alla til lands og sjávar. Það mætti ætla, að ég ætti að vera þessum hnútum í heild allkunnugur, borinn og barnfæddur á þessum slóðum, með vitneskju frá fyrri öldinni og ekki sízt þeirri yfirstandandi, lögreglustjóri og þar með yfir- maður allra strandmála í sýslunni um nærfellt þrjá áratugi. Á þessu embættistímabili urðu samtals 60 skipsströnd í lögsagnar- umdæminu (báðum Skaftafellssýslum) eða til jafnaðar 2 á ári, en stundum að vísu fleiri á ýmsum árunum og færri á öðrum. Þegar um sérstaka strandstaði er að ræða, þá urðu þau langflest í Meðallandinu, sveit þeirri milli Sanda (þ. e. Skeiðarársands og Mýrdalssands), er liggur einna mest við sjó fram. Sjávarströndin or flöt og grynningar út frá, og myndar strandlínan bugðu, en allt tómur sandur, engin sker eða klettar; brim stundum með miklum ofsa, enda liggur landið þar og yfirleitt í Skaftafells- sýslum, eins og um Suðurland, fyrir opnu Atlantshafi. Brimið er því í raun réttri tíðast eini þröskuldurinn fyrir því, að allt geti farið vel, þótt skip strandi. Fyrir því var það ein af mínum fyrstu ráðstöfunum í strandmálum að beina þeirri áskorun til aðila þeirra erlendis, er gerðu út í Norðurhöf, að skipreika menn gættu þess sérstaklega að henda sér ekki úr skipi, þótt lenti upp að sandi, því að í brimgarðinum var voðinn vís, heldur halda sér sem lengst við skip, rá og reiða, ef með þyrfti, því að brátt kæmi að því, að allt morraði upp í sandinn, fjöruna, svo að á oðru dægri, ef ekki fyrr, mætti að líkum klakklaust komast á

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.