Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1957, Side 88

Andvari - 01.01.1957, Side 88
84 Gísli Sveinsson ANDVABI land. Eigi var þessum ráðleggingum þó ætíð fylgt af sæfarend- um, sem oftlega vissu eigi, hvar þeir voru lentir. Tíðastir hafa eðlilega skipreikar slíkir orðið um vetur, í dimm- viðri og byljum, þá er lítt greindi land frá sæ. Og oftar en einu sinni bar það til, að fiskiskipin (þ. e. togaramir) komu beina leið siglandi heiman frá sér og upp í Meðallandssand; höfðu e. t. v. aðeins byrjað að fiska. Eftir fyrra stríð bar einkum á þessu hjá Þjóðverjum, sem gerðu sér til lífsbjargar togara úr heldur smáum skottuskipum og settu á óvana skipshöfn, jafnvel stundum menn illa farna í stríðinu, en lítt kunnandi í sjómennsku og svo sem ólærða í skipsstjórn. Algengustu ástæðu fyrir strandi færðu skip- brotsmenn yfirleitt áttavitaskekkju, sem að vísu gat átt sér stað, eða strauma í hafinu, sem þeir könnuðust ekki við og voru raunar oft hrein báhilja. En landslag allt og aðstæður var þess- urn mönnum vitaskuld að mestu, og stundum allsendis, fram- andi við aðkomuna. Og ef þeir svo, þótt í land kærnust, legðu upp í leit að byggð í illveðrum — og í Skaftafellssýslu gátu tekið við eyðisandar og illfær vötn — var þar önnur lífshættan frá, en hitt ráð skyldi haft að reyna að þrauka í fjöru, með skýli úr segli eða skipsbraki, ef náðist, þar til fólk af nærliggjandi bæjum yrði þeirra vart, sem oftast nær gerðist mjög brátt, — og giltí þetta áður en þau tækniráð komu til sögunnar, er gátu gefið vísbendingu um aðsteðjandi skipreika hvar sem var við landið. En allsstaðar á þessurn slóðum höfðu menn fyrrurn vetrarlangt nákvæmar gætur á öllu við sjóinn, fóru og oft ,,á reka“, þótt eigi væri mannabyggð mjög nærri. Kom þar einnig til ára- og aldaþjálfun og glöggskyggni. Og sannleikur var í því nokkur, að þeir, sem vanizt höfðu við þetta langa ævi, fóru nærri um það eftir hugboði eða draumförum sínum, hvort skipsströnd væru í aðsigi. Þetta reyndi jafnvel ég sjálfur og á sjálfum mér, er ég um áratugi hafði gerzt þessum efnum þaulvanur í embætti o. s. frv. — Áður fyrr varð að hafa þann háttinn á, að gerðir voru út af strandstað efldir sendimenn, hraðhoðar, til sýslu- manns, hvernig sem viðraði og þótt um langa og torfæra leið

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.