Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1957, Side 90

Andvari - 01.01.1957, Side 90
86 Gísli Sveinsson ANDVARl maður í umboði sýslumanns. Er ekki úr leið að geta þess, að frá þessum eldra tíma er enn lifandi, allmjög við aldur, einn hinn nafnkunnasti af þessum strandflutninga-fararstjórum, Jóhannes Guðmundsson á Herjólfsstöðum í Alftaveri, áður hóndi á Sönd- um í Meðallandi og jalnaðarlega við þá kenndur fyrrum, en þaðan varð hann að hörfa af völdum Kötlugossins 1918. (Það má skjóta því hér inn, að á næsta ári nær Katla eða þetta ægi- lega gos hennar og jökulhlaup fertugri áratölu og gæti því að venju farið að lifna við á nýjan leik). Og vel á minnzt: Við Kötluhlaupið gerðist m. a. sú landbreyting, er áhrif hafði á gang strandmála, sem sé sand- og strandauki sá, er myndaðist af framburði jökulflóðsins á Mýrdalssandi í námunda við Hjör- leifshöfða. Færðist strandlengjan þar allmikið fram í sjóinn, um eða yfir 1000 faðma og nefndist Kötlutangi, er gildandi sjókort gátu eigi sýnt, enda byrjuðu brátt skip að stranda þar. Síðan var þetta svæði sjómælt að nýju og upplýsingar um það gefnar sæ- farendum, jafnt innlendum sem erlendum. Þegar litið er sanngjarnlega á þessa liðnu atburði, má einnig með vissu telja, að eigi sjaldan fylgdu skipsströndum nokkur „hlunnindi", er svo mátti kalla, fyllilega lögmæt, enda fátt svo illt, að einugi dugi. En vel voru þeir allajafna að því komnir, er hlutu, og eigi var þá heldur um auðugan garð að gresja a heimilum almennt í sveitum. Þá fóru flest strönduð skip for- görðum — þótt síðar tæki það breytingum —, brotnuðu í brimróti eða sukku að miklu í sjó og sand, og alltaf undir liælinn lagt, hvað bjargaðist úr eða af skipi. En við það varð nokkur atvinna, svo kom oo til ^reiðslu fyrir dvöl 02 viðumernin^ við strandmenn, og ekki rninnst fyrir varðgæzlu og hina miklu flutninga. Vio uppboð hrepptu menn stundum bærileg kaup á góssi, ef óskenrmt eða lítt skemmt reyndist, sem eigi var nærri alltaf. Komu þar til einnig menn víðar að, sem aðeins var til fjörauka, þótt að binu öðru sætu mest hreppsbúar strandstaðarins. Kostur þótti það líka í þá daga, að menn eignuðust beinbarða peninga 1

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.