Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1957, Page 95

Andvari - 01.01.1957, Page 95
ANDVARI Þáttur um skipsströnd í Skaftafellssýslu 91 um, en loks sást til þeirra úr Mýrdal á Sandinum. Höfðu þeir barizt þarna áfram óveðursdaginn og fram á nótt, og létu að síð- ustu fyrirberast við Múlakvísl, áður en þeirra varð vart. Þar dó einn þeirra af hrakningunum, en hinir drógust áfram lengra, er morgnaði; var þeim þá bjargað og að þeim hlúð, unz þeir hresst- ust og náðu fullu fjöri. Aðstaða öll við hjörgun úr sjávarháska hér við land gerbreytt- ist eins og kunnugt er við tilkomu Slysavarnafélags íslands og athafna þess, og reyndar eigi aðeins á sjónum. Björgunarsveit- irnar og björgunarbátar hera hróður þess um landið og frömuða þess, látinna og lifenda, og einstakra aðilja þeirrar starfsemi. Reist hafa verið strandmanna- eða skipbrotsmanna-skýli, mest á vegum slysavarnanna, á mörgum stöðum nálægt sjó á eyðum og sönd- urn Skaftafellssýslu (var þó aðeins hyrjað, áður en það kom til) og leiðarvísum komið fyrir til þeirra. En langmestan áhuga hafa kvennadeildir Slysavarnafélags íslands í Reykjavík, Hafnarfirði og Keflavík sýnt í þessum framkvæmdum og reist af eigin ram- leik með forsjá og dugnaði flest skýlin á þessu svæði og hafa með því getið sér ævarandi orðstír og hrós. Lík fórnfýsi hefir og komið fram víðar um landið hjá kvennadeildum. Öllu þessu er ég næsta kunnugur, bæði úr héraði og að öðru leyti vegna þátt- töku áður í stjórnarathöfnum Slysavarnafélagsins, en það í heild og deildir þess og sveitir eiga vissulega skilið alþjóðarþökk — og stuðning við þær lífsnauðsynlegu framkvæmdir, sem þessi félags- skapur hefir með höndurn. — Sífellt öruggari björgunarmögu- leikar mannslífa úr heljarklóm höfuðskepna, eða við hvað sem er að etja, tákna mikinn sigur og ómetanlegan í baráttu mann- kynsins fyrir tilveru sinni.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.