Andvari - 01.01.1957, Page 100
----------------------------------------------------
Pálmi Hannesson:
LANÐIÐ OKKAR
Bók þessi flytur úrval útvarpserinda og ritgerða eftir
Pálma Hannesson rektor. Kennir þar margra og góðra
grasa, enda var Pálmi einhver hinn snjallasti og vin-
sælasti útvarpsmaður. Af efni bókarinnar má nefna:
Frá Móðurharðindunum. — Skoðanir erlendra manna
á Islandi fyrr og nú. — Askja. — Um jarðelda og ísland.
— Islenzk mold. — Landið okkar. — Islandslýsing
Jónasar Hallgrímssonar. — Fjallið Skjaldbreiður. —
Nokkrir fræðimenn. — Lesið í bolla. — Á skíðum. —
„Ef et betra telk“. — Eldgosið á Krakatá. — Eldgosið
á Martinique. — Um lífið, eðli þess og uppruna.
Jón Eyþórsson kemst svo að orði í ævisögu Pálma hér
í ritinu:
„Náttúrulýsingar Pálma, þær sem hann hefur látið
frá sér fara, eru margar svo snjallar og orðhagar, að
fáir eða engir hafa betur gert. Þær eru gerðar af
kunnáttu fræðimanns, hrifningu listamanns og
óvenjulegu valdi yfir móðurmáli. Hið sama gildir
um velflest sem Pálmi ritaði. Sögur sagði hann
flestum betur, enda voru útvarpsþættir hans vin-
sælli hjá alþjóð manna en flest annað talað orð á
þeim vettvangi“.
Verð kr. 120,00 ób., 150,00 í skinnlíki, 195,00 í skinn-
bandi.
Félagsmenn Bókaútgáfu Menningarsjóðs fá 20% af-
slátt frá útsöluverði.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs.