Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1951, Side 13

Andvari - 01.01.1951, Side 13
AKDVARI Guðmundur Finnbogason 9 hafði hann á hendi ritstjórnina frá 1933—1943. Skrifaði Guð- mundur í hann flestar sínar merkustu og bezt rituðu greinar og ljölda af ritdómum, einkum um bækur eftir íslenzka höfunda. Guðmundur var og í stjóm Hins íslenzka bókmenntafélags frá 1912 — og forseti þess frá 1924 til 1943. Árið 1905 kom út þýðing hans á Odauðleika mannsins eftir ameríska heimspek- inginn William James, enda voru kenningar W. James um manninn, trúarhrögðin og tilgang lífsins í mjög nánu samræmi við eðli manns, sem var þannig skapi farinn og svo jákvæður að gerð sem Guðmundur Finnbogason. Leshók handa hörnum og unglingum tók Guðmundur saman 1 samstarfi við Þórhall Bjamar- son biskup og Jóhannes Sigfússon menntaskólakennara. Hún var í þremur bindum og kom út á ámnum 1907—10, og var að henni mikil og merk nýjung. Árið 1907 kom út Afmælisdaga- hók, sem Guðmundur hafði tekið saman, og varð hún afar vin- sæl. Ljóð þau, sem í henni eru, voru valin af mikilli smekkvísi, og varð hún beinlínis lesbók margra ljóðhneigðra unglinga og um leið lykill að hinum rnörgu gullkistum íslenzkrar ljóðagerðar. Á árunum 1907—10 naut Guðmundur styrks úr sjóði Hann- esar Árnasonar og stundaði nú heimspeki og sálarfræði í París, Berlín og Kaupmannahöfn og ferðaðist um Þýzkaland, Austur- ríki, Sviss og Ítalíu. Hann skrifaði greinar í Isafold um ferða- lagið, og voru þær sérprentaðar. Veturinn 1910—11 flutti hann Hannesar Árnasonar fyrirlestra í Reykjavík, og vom þeir með afbrigðum vel sóttir. Þeir kornu út árið 1912 í bókinni Hugur og heimur, sem var mikið lesin — og það jafnt af greindum al- þýðumönnunr sem af þeim, er lærðir voru, enda framsetning efnisins ljós og skemmtileg, því að Guðmundur hafði andstyggð á hugsanaflækjum og moldviðri, svo sem sjá rná á ritgerð, sem kom út í Skírni einmitt árið 1912 og síðar var prentuð á ný í ritgerðasafninu Huganir. Árið 1911 var haldin í Rúðu og París þúsund ára hátíð Normandís, og var Guðmundur þar fulltrúi Islendinga. Um haustið varði svo Guðmundur við Kaupmanna- hafnarháskóla doktorsritgerð sína Den sym-patiske Forstaaelse,

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.