Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1951, Page 29

Andvari - 01.01.1951, Page 29
ANDVARI Stefnt að höfundi Njálu 25 málavöxtu. Áttu ráðgjafarnir Úli’ur stallari og Gautur á Mel hlut að því, að betur rættist úr fyrir landflóttamönnunum Þorvarði og Sturlu, en á horfðist í fyrstu. Nú skiljum við í senn hversvegna höfundur Ljósvetninga sögu nefnir ,,voginn“ og „mína þegna', þegar hann greinir frá komu Þorvarðs á Fornastöðum til Noregs. Hinn forni konungs- bústaður í Björgvin, Hákonarhöllin, stendur við Voginn, og þar stóð hún í sinni upprunalegu mynd þegar Sturla Þórðarson kom úl Björgvinjar sumarið 1263. Það hæfir prýðilega þessu ári, að Noregskonungur tali um Islendinga sem sína þegna, en ómögu- lega ríkisstjórnartíð Haralds harðráða, tveimur öldum fyrr. Auð- vitað hefir söguhöfundi verið þetta ljóst, því sjálfur lifir hann þá atburði, er íslendingar að öndverðu gerðust þegnar Noregs- konungs. En hann hirðir ekki um það að dylja fyrirmynd sína, °g kærir sig hér kollóttan urn tímatal. Sem vænta má hefir ekki að honum hvarflað sú hugsun, að nokkru sinni myndi nokkur tnaður hyggja skáldsögu hans vera sannfræðirit um Ljósvetn- ioga á 10. og 11. öld. Það kemur því eigi á óvart þótt hann úggi litla rækt við sagnfræðilegan tímareikning. Enda lætur hann Knút konung ríka, Hlenna í Saurbæ, Þorkel Geitisson og Skeggjn bróður Álfs í Dölum korna við atburði á síðari hluta 11. údar, sem auðvitað nær ekki nokkurri átt í fræðilegri frásögn. Og ekki er það síður táknrænt dæmi urn starfsaðferð höfundar- ms er hann lýkur frásögninni af hrakningi Draflastaðamannsins a Veisu með þessum orðum: „Það var síðan vanur að mæla Þor- varður Þorgeirsson, þá er hark var haft: „Höfum nú Veisu- bragð“. Þorvarður andaðist árið 1207, svo ljóst má vera, að höf- undi hefir orðið það á að miða hér tímann við fyrirmynd sína frá dögum Þorvarðs, en ekki þann atburð á Veisu, sem sam- kvasmt tímatali sögunnar á að gerast löngu áður en Þorvarður f'orgeirsson fæddist. Allt þetta fellur undir skáldaleyfi og þarf því engri hneykslun að valda, ef Ljósvetninga saga er rétt skilin, °g markaður sá bás í bókmenntunum sem henni ber. Fremur sjaldgæft er að rekast á tvo menn í fornritum okkar

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.