Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1951, Page 79

Andvari - 01.01.1951, Page 79
ANDVARI ÞjóÖin er eldri en íslandsbyggð 75 við konu. Hér eru kvennastaðimir 27% eða allt að þrisvar sinn- um fleiri en vænta mætti að órannsökuðu máli. Verður þetta atriði naumast skýrt nema á einn veg: Fyrir helgiathöfnum Saur- bæjanna hafa konur staðið. Sökmn hinnar mikhi virðingar, sem þær hafa notið, hljóta hústaðir þeirra tiltölulega oft nöfn eftir þeim. Skáld og konur með dísarnöfnum teljast í fomritunum ábcr- andi oft til hinna sömu ætta. Einkum er þetta þó skýrt sérkenni á hersaættum. Þess er enginn kostur að telja hér upp einstök dæmi, enda þarflaust. Á miklu einfaldari hátt má sýna, að samband hefir verið milli skáldmenntarinnar í heiðni og helgistaða dísanna, Saur- hæjanna. Skáldatal Uppsala-Eddu kemur nú að góðum notum. Kunnugt er um átthaga 22 hirðskálda, sem þar eru nefnd og voru uppi á 10. öld og fyrrihluta 11. aldar. Níu em fæddir eða upp aldir í Saurbæjahreppum. Verða því hlutföllin í þessu tilfelli sem þ2 og Vn- Það er að segja, að skáldin, sem komin em frá Saurbæjahreppum reynast hlutfallslega fimrn sinnum fleiri en skáldin, sem komin eru frá öðmm hreppum landsins. Þessi mun- ur er svo stórfelldur, að það skiptir litlu máli, þótt ráð væri gert fyrir því, að í heiðni hefði verið óvenjulega þéttbýlt kringum Saurbæina. Enda em dæmin deginum ljósari um það, að kvenna- staðirnir, dísanöfnin, svínasögurnar, Hróð-nöfnin og skáldmennt- in eru sérkenni, sem heyra saman í þeirri menningarþróun, sem kenna má við Saurbæina. Það er beinlínis táknrænt, að eftirfarandi grein skuli standa í Skáldatali: „Erpur lútandi vó víg í véum og var ætlaður til dráps. Hann orti dráfu um Saur konungshund og f>á höfúð sitt fyrir". Elundurinn Saur kemur einnig fyrir í öðru sagriasam- liengi. Eysteinn konungur illráði á eitt sinn að hafa gert Þrænd- um kost á því, hvort þeir vildu lieldur hafa fyrir konung sinn ^undinn Saur eða þrælinn Þóri faxa. Þeir völdu hundinn. Að haki Faxa stendur greinilega frjósemisgoðvera. Árið 1857 fannst * Sætesdal í Suður-Noregi goðalíkan, sem þá til skamms tíma hafði verið dýrkað af konu einni. Það kallaðist Faxi, og hafði

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.