Andvari - 01.01.1944, Blaðsíða 63
andvaiii
Magnús Stephensen og verzlunarmálin 1795-1816
59
óspektir og láta í friði eignir einstakra manna og svo opin-
berar eignir.
Var þetta að vísu enginn jafnaðarsamningur, því að öll
loforð af hálfu Breta voru bundin við þetta eina skip og for-
ingja þe'ss. Fór Nott síðan á brott. En Trampe hélt samningn-
um lítt á lofi. Þó var liann sendur sýslumönnum, og fengu
kaupmenn í Hafnarfirði og Reykjavík einnig að sjá liann.
Þar á meðal Savignac. En eigi var hann birtur alþýðu um
sinn og var það reyndar samningsrof.
Hinn 21. júni kom til Reykjavíkur fregáta mikil frá Eng-
landi, Margarete and Anna. Á því skipi voru þeir Phelps og
dörgen Jörgensen. Er eigi staður til þess her að skyra frá at-
burðhm þeim öllum, er nú gerðust og leiddi til stjórnarbylt-
ingar. Sýnt er, að þeir Phelps virtu til fjandskapar við sig
og Bretland, að samningurinn við Nott var eigi birtur, en al-
menningi áður kunnugt um bann Trampes gegn viðskiptum við
Breta að viðlögðu lifláti. Lauk svo, að 25. júní tóku þeir Phelps
Tranipe til fanga og 26. júní lýsti Jörgensen ísland laust
ondan yfirráðum Dana, en gerði sjálfan sig að stjórnanda
■andsins fyrst um sinn.
Jörgensen gerðist nú afskiptasamur um verzlun alla. Um
l’etta bil glæddist sigling til landsins, enda hafði stjórnin
leldð það ráð að styrkja kaupmenn með lánum til íslands-
ferðar samkvæmt konungsúrskurði 19. júní 1809.23). Lagði
Jörgensen hald á vöru kaupmanna og gefði ráðstafanir til
l}ess, að þær væri seldar með vægara verði en áður. Bauð hann
sýslumönnum að gefa skýrslu um vörubirgðir og vöruþörf i
sýslu hverri og hét að birgja landið að kornvöru um eitt ár
fyi'ir fram. En þegar skyldi bætt úr vöruskorti, þár sem þörfin
var brýnust í svip. Hitt er ekki rétt, að hann leysti menn frá
bví að gjalda kaupmönnum skuldir, aðrar en þær, er kon-
l]ngseign voru eða renna áttu til manna í Danmörku, svo sem
bin siðari auglýsing hans frá 26. júní ber með sér.24)
^ eldi Jörgensens lauk sem kunnugt er 22. ágúst 1809. Hafði
hann starfað margt á svo stuttum tíma, og þótt tvímælis orki