Andvari - 01.01.1944, Blaðsíða 36
32
Eirikur Albertsson
ANDVABl
ar gömlu guðfræðistefnu".1) „Hingað til hafði mér ekki,“ segir
hann, „unnizt tími til að gera ýtarlega grein skoðana minna á
höfuðsannindiun kristnu trúarinnar í nokkurn veginn samhang-
andi máli, en nú fannst mér ég ekki mætti láta það dragast
lengur að gera þessu rækilegri grein en auðið er í sundurlaus-
um ádeilugreinum, um fram allt vegna aðstöðu minnar sein
elzta kennara hinna íslenzku prestaelna, en meðfram til þess
að koma til leiðar nokkurri „vatnsins hræringu“ innan kirkj-
unnar."1) Reit hann greinaflokk, er hann nefndi „Trúmálahug-
leiðingar út frá nýguðfræðilegu sjónarmiði.“2)
Trúmálahugleiðingar þessar vöktu geysimikla tithygli um
land allt. Urðu þær til þess, að ekki allfáir, ýmist með eða móti,
komu fram á ritvöllinn. Urðu nú vopnaviðskipti allmikil út af
hinum guðfræðilegu viðhorfum og varð dr. Jón að verjast á
tveim vígvöllum í senn, bæði austan og vestan hafs. Verður
hér aðeins að vísa til rilgerða hans um þessi efni. Hérlendum
andstæðingum sinum sendi hann svar í ísafold: „Til andmæl-
enda minna“,3) en svar til höfuðandstæðings hans vestan hafs
er í grein, seiii hann nefndi: „Kirkjufélagsforsetinn á ritvell-
inum“.4)
Þótt dr. Jón væri gunnreifur, kjarkmikill og einarður, munu
Jió þessar deilur hal'a snortið illa viðkvæma lund hans, enda
kemur hinn mikli hlýleiki, er hann bar til samstarfsmanns síns
og fornvinar, Haralds Níelssonar, ljóslega fram í uininæliun
hans um þessi inál: „Urðu fáir lil þess að styðja mig í bar-
áttunni aðrir en séra Haraldur Níelsson, sem mjög drengilega
tók málstað. nýju guðl'ræðinnar og sýndi fram á það með ágæt-
um ritgerðum í blöðum og timaritum, hve góðan málstað væri
þar að verja.“x) Á allra vilorði var það, að biskupinn — Þór-
hallur Bjarnarson — var nýguðfræðinni fylgjandi. En hann var
ekki bardagamaður á þeim vettvangi, miklu fremur sá, er
hreiddi klæði á vopnin.
1) Dr. Jón Helgason: Pað, scm á dagana dreif.
2) ísafold 1913.
3) ísafold 1913—14 (sérprentun).
4) Breiðaldik nr. f> og 7 1913.