Andvari - 01.01.1944, Blaðsíða 80
76
Steingrímur Stcinþórsson
ANDVARI
verksmiðju innan lands. Fátt mundi vera mikilvægara og gera
oss sjálfstæðari í ræktunarmálum. Verður að vænta, að kleift
reynist að koma því þjóðnytjamáli í framkvæmd á næstu árum.
Eitthvað eflir Jjeim leiðum, sem hér hefur lauslega verið
drepið á, verðum vér að haga túnrækt og heyöflun framvegis.
Stórfelldar framkvæmdir J)ola enga hið. Orfið og hrífan verða
að hverfa sem aðalheyöflunartæki vor og J)að á allra næstu
árum. Ríkissjóður verður að leggja fram nægilegt fé til J)ess að
koma nauðsynlegum breytingum á ræktunarmál vor. Þjóðin
öll J)arf J)ess, að svo verði gert.
V.
Næst skal lílils háttar minnzt á búfjárræktina og helztu verk-
efni, sem framundan eru.
Allt til J)essa hefur meginhluti landbúnaðarframleiðslunnar
hvílt á búfjárrækt. Nautgripir, sauðfé og hross hafa verið aðal-
búfjártegundirnar, allt frá landnámsöld. Jarðargróðurinn hefur
að mestu gengið lil þess að fóðra búféð. Lítils háttar höfuni
vér haft af geilfé, svínum og alifuglum, en lítinn þált hafa
þessar tegundir tekið í afurðamagni landbúnaðarins. Öruggt iná
telja, að búfjárrækt verði enn um langt skeið meginstoð land-
búnaðar, J)ótl aðrar framleiðslugreinir hans kunni að vaxa
mikið innan tíðar. Margt í þeim málum þarf athúgunar og um-
bóta við. Mun verða minnzt á hverja búfjártegund og hvers
helzt ber að gæta í þeim efnum.
Nautgripir vorir eru lítið sem ekkert blandaðir, síðan land-
nemarnir fyrstu fluttu J)á bingað til lands. Munu þeir eiga upp'
runa sinn að rekja til Noregs, Suðureyja og ef til vill að ein-
hverju leyti til Bretlandseyja. Kúakyn vort er að sjálfsögðu lítið
ræklað enn, þrátt fyrir ríka viðleitni í þá átt, síðan um alda-
mót. Nautgripakynið íslenzka er að eðlisfari prýðilega mjólkur-
lagið, hraust og J)urftarlítið. Það er því tilvalið við þá staðháttu,
sem hér eru. Nautgriparæktarfélög hafa verið starfandi hér n
landi um 40 ára skeið. Mcðalnythæð J)eirra kúa, sein í félög-
unu.ni liafa verið, hefur vaxið meira en 500 kg þetta árabil. M»
Jiað teljast góður árangur, og sýnir það greinilega, hversu góður