Andvari - 01.01.1944, Blaðsíða 98
94
Sigurfíur Kristjánsjson
ANDVARX
önnur skilyrði erfið og háskasamleg. Það verður þvi að vanda
fiskiskip til veiða á íslenzkum fiskimiðum, bæði að traustleika
og sjóhæfi. Þetta getur ])ví aðeins orðið svo að við verði unað, að
skipin sé smíðuð hér á landi. Enn skortir mikið á, að aðstaða
sé til að smíða öll íslenzk fiskiskip innan lands, en að því ber
að stefna og hraða því sem mest.
Ekkert járnskip hefur enn verið smíðað hér á landi. Veldur
því skortur skipasmíðastöðva, kunnáttu og tækja. Úr þessu þarf
að bæta hið bráðasta, því að telja má vafalaust, að heppilegast
muni vera, að skip 100 smálestir og stærri sé smíðuð úr járni
og jafnvel minni skip, þótt fiskibátar úr eik hafi reynzt bezt,
er um smærri skip er að ræða. Þau verða ódýrari og rúma betur
en tréskipin. Og eins og þau tréskip, sem smíðuð eru innan
lands, hafa reynzt traustustu og beztu skipin, eins mun fara um
járnskipin, þegar íslendingar hafa lært til hlítar smíðar þeirra.
Enn þá er það svo, að Islendingar eru að þreifa sig áfram með
])að, hver skipastærð sé hentugust til hinna mismunandi sjó-
sókna og veiða. Hafnarskilyrði sníða mönnum líka víða stakk
í þessu efni. En markmiðið er það, að skipin og hafnarskilyrðin
geri fiskimönnum kleift að sækja á hverjum tíma á þau fiski-
mið, sem aflavonin er á, hvar við land sem er.
Viíagerð.
Flestir munu lita svo á, að öryggi á sjónum sé mest komið
undir því, að skipin séu traust og góð. Víst er það, að þetta er
frumskilyrðið, og því her að keppa að því að bæta skipakost-
inn. Mikils vert atriði i þessu máli er það, sem áður var um
rætt, að skipin sé smíðuð innan lands, og því miðuð við ís-
lenzka veðráttu og sjólag. En hér kemur fleira til greina og
veldur e. t. v. engu minna um öryggið en skipin sjálf, en það
er lendingarskilyrðin. Koma þar fyrst til greina leiðarmerkin.
Það kostaði langa baráttu að fá það í lög, að vitagjaldinu
skyldi öllu varið til rekstrar vitanna og smíðar nýrra vita, svo
sjálfsagt sem það þó virðist vera. Því að jafnvel mætti telja
það eðlilegt, að meðan vitakerl'ið er jafngisið og ófullkomið
sem það er, þá vrði varið til vitanna meira fé en til fellst í