Andvari - 01.01.1944, Blaðsíða 38
34
Eirikur Albertsson
ANDVARI
þann veg málefnum kennimanna og safnaða af eigin sjón og
reynd. A þessum ferðum vann hann sérstætt menningarsögu-
legt verk: Hann teiknaði myndir af öllum kirkjum landsins.
Kom þar dráttlistarleikni hans í góðar þarfir.
Hann stóð fyrir samningu Helgisiðabókar íslenzku þjóð-
kirkjunnar 1934 og Viðbætis við Sálmabók til kirkju- og heima-
söngs 1933.
Hér að framan hel'ur verið gerð nokkur grein fyrir mikilvægi
prestastefnunnar á Þingvöllum 1909. Hún var um langt skeið
eini kirkjufundurinn á íslandi. En á biskupsárum dr. Jóns
verða hinar áður fámennu prestastefnur að vel sóttum kirkju-
fundum. Er það alveg sannmæli, að hann hafi verið þar alla
jafng eins og konungur í ríki sínu.1)
Þegar dr. Jón gerðist biskup, rættist draumur hans frá æsku-
árum um prestlegt starf og embætti. Og þótt honum léki ekki
hugur á prestsstarfi hér heima á kandídatsárum sínum, mun
hann þó hafa gegnið fagnandi að æðsta prestseinbælti á ís-
landi. Vel vissi hann að vísu, að vandinn var mikill. „Mér dylst
ekki,“ segir hann á biskupsvígsludegi, „að það er vandasamt og
ábyrgðarmikið starf, sem ég þar hef árætt að taka að mér á
alvarlegum og erfiðum tímum, en ég hef gert það í þvi örugga
trausti, að eins og drottinn hefur verið mér nálægur með sinni-
náð á umliðnu æviskeiði, svo mun hann og verða það hér eftir-
En allt er undir því komið.“2)
Þessi ummæli dr. Jóns sýna ekki aðeins með hverjum hug
hann gekk að biskupsstarfi. Þau sýna einnig, hver grunnhljóm-
urinn var i trúarlífi hans og guðfræði. Hann endar baráttu-
feril sinn á sviði guðfræðinnar með því að gera grein tru-
fræði sinnar með mjög ljósri og skilmerkilegri heildarskoð-
unargerð. Yfirskrift hennar er: „Grundvöllurinn er KristuE ■
Prédikanasafn sitt nefnir hann: „Kristur, vort líf“. Öll hans
trúfræði og guðfræði verður eins og opin bók lit frá Krists-
1) Morgunbla(5ið 17. marz 1942.
2) Vita dr. Jóns Helgasonar á biskupsvigsludegi hans.