Andvari - 01.01.1944, Blaðsíða 105
ANDVARl
FramtíC sjávárútvegsins
101
stórhækkaði fi’ámleið&lukostnaður (hann er að miklu leyti
vinnulaun) afar óþægUégur, meðan verið er að komast inn á
markaði, sem selnir eru af öðrum, er tamið hafa smekk fólks-
ins um langan aldur við sína framleiðslu.
Sterkar lílcur ltenda til þess, að þegar fiskrannsólcnir eru
komnar hér í viðunanlegt horf, verði komið í ljós, að vér eig-
um kost á mörgum tegundum, sem vel eru til niðursuðu falln-
ar. Það eru engir draumórar, þólt gert sé ráð fyrir, að íslend-
ingar flytji. út niðursuðuvörur, þegar stundir liða fram, fyrir
tugi milljóna króna á ári. En framleiðsla og útflutningur verð-
ur að vera háð ströngu eftirliti, svo að engin hætta geti stafað
af því, að prettvísir menn og sóðar eitri markaði og komi óorði
á land sitt og útflutningsvörur þess.
Reynsla Islendinga af síldveiðum og þær síldarrannsóknir,
sem fram hafa farið, benda fastlega til þess, að ísland eigi þar
gagnauðuga númu og geti á næstu árum stóraukið framleiðslu
og útflutning sildarafurða.
íslenzka síldin (Norðurlandssíld) er afargóð og verðmæt teg-
und, hæði til manneldis og vinnslu mjöls og lýsis. Stofninn
virðist sterkur,'svo að ekki þurfi að óttast þurrð vegna of-
veiði, þótt veiði yrði aukin stórlega.
Eramleiðsla fituefna er mjög traust framleiðsla á slíkri véla-
öld, er vér lifum. IJað er því engum vafa bundið, að íslendingar
eiga að leggja mikía áherzlu á að margfalda framleiðslu
bræðslusíldarafurða.
Verkun síldar til manneldis liefur næ.r þvi horfið hér a landi,
siðan styrjöldin hófst. En miðað við gæði íslenzku sildarinnar
*tti að vera auðvelt fyrir íslendinga, þegar er striðinu lýkur,
uð inargfalda framleiðslu síldar til manneldis.
bað er að sönnu svo, að aðrar þjóðir geta sótt til síldveiða
ú íslandsmið. En alltaf mun aðstaðan verða bezt fyrir heima-
bjóðina. Það verður þvi heimabruggað böl, ef vér naum ekki
þvinær öllum markaði fyrir íslenzka síld í eigin hendur.
bess var gelið í upphafi, að einn örðugur jnöskuldur, sem
er sjálfskaparvíti, væri í vegi gagngerðra uinbóta á.syiði sjáv-