Andvari - 01.01.1944, Blaðsíða 34
30
Eiríkur Albertsson
ANDVARI
anna á sinni tíð gömul guðfræði, en guðí'ræði Páls postula ný
guðfræði. Og Tertullian kirkjufaðir kom eitt sinn með ljóm-
andi bendingu um réttmæti hins vakandi og leitandi hugar:
„Kristur sagði um sjálfan sig: Ég er sannleikurinn, en ekki:
Eg er venjan eða erfikenningin.“ Og enskur guðfræðingur hefur
sagt: „Vér vilju.tn varðveita trú vora; en vér viljum líka sjá
hlutina eins og þeir eru í raun og veru."1) Leitandi mannsand-
anum eru þetta óhrekjandi sannindi, og fyrir þvi keppir hann
alltaf eftir því, sem framundan er og vill halda því, sem sann-
ast reynist. Þannig var þetta um dr. Jón. Og ríkast mun það
hafa verið í huga hans, jafnvel þótt hann væri mikill nýmæla
guðfræðingur á íslenzkan mælikvarða um litlistan trúarhug-
myndanna, að kjarni þeirra, trúin sjálf, niætti ltoma fram í upp-
risuskrúða frjálsrar hugsunar og víðsýnis. Og á árinu 1915 skil-
greinir hann viðhorf sitt um þetta á þennan veg:
„Nýja guðfræðin er vísindaleg hugarstefna á sviði trúmál-
anna um allan hinn kristna heim, er
1. heimtar fullkomið hugsanafrelsi, að því er trúmál snerlir,
og rannsóknarfrelsi, ótakmarkað af sérhverju tilliti til
rannsóknarúrslita eldri tima,
2. fylgir í öllu viðurkenndum hugsanareglum vorra tíma vís-
inda, án þess að loka augunum fyrir takmörkunum manns-
andans og ófullkomleika mannlegrar þekkingar á þeim
efnum, sem liggja fyrir utan skynheim mannsins, og er
3. ávallt boðin og búin til að viðurkenna staðreyndir, sem í
ljós koma og taka tillit til þeirra, live mjög sem þær kunna
að ríða í bág við það, sem áður hefur verið álitið satt og
rétt.“2)
Þegar Þórhallur Bjarnarson varð biskup 1908, var Jón Helga-
son fyrst settur forstöðumaður prestaskólans, en skipaður 1
embæltið 19. nóvember 1908.
Kennslugreinar hans í prestaskólanum voru biblíuskýring og
1) W. Sanday: Thc Criticism of the fourth Gospel, Oxford 1915, Þls. 47-
2) Jón Helgason: Grundvöilurinn er Kristur, Rvík 1915, bls. 34.