Andvari - 01.01.1944, Blaðsíða 40
36
Eirikur Albertsson
ANDVARl
ar utanfarir: Til Noregs 1899 og til Finnlands 1906 í bæði
skiptin á stúdentamót. Til Vesturheims var hann boðinn 1914
til þess að vera viðstaddur kirkjuvígslu Tjaldbúðarsafnaðarins
í Winnipeg og kynnast íslendingum í Vesturheimi.1) Og að
lokum fór hann til Danmerkur 1916 til þess að flytja fyrir-
lestra á háskólanámskeiði fyrir lýðháskólakennara í Odense.
Flutti hann þar alls fimm erindi um íslenzka menningarfröm-
uði: Eggert Ólafsson, Skúla Magnússon, Magnús Stephensen,
Baldvin Einarsson og Tómas Sæmundsson og Jónas Hallgríms-
son. Voru þessir fyrirlestrar gefnir út á dönsku og nefndir:
„Fra Islands Dæmringstid“.
í þessari för kynntist dr. Jón lifeðlisfræðingnum W. Jo-
hannsen. Hafði hann fengizt mjög við ættgengisrannsóknir. Er
hann hlustaði á erindi dr. Jóns, vöknuðu spurningar með hon-
um um lífsferil þeirra nianna, er erindin fjölluðu um, um áhrif
þau, sem hefði mótað þá, ýmist utan að komin eða að erfð-
um fengin frá foreldrum eða forfeðrum. Varð þetta lil þess,
að þeir ræddu saman öllum stundum sem þeir fengu við kom-
ið, og var umræðuefnið ávallt hið sama: ættgengi. Farast dr.
Jóni þannig orð um þetta: „Efldist til muna áhugi minn á þeim
fræðigreinum við samveru mína við þennan mikla og merka
vísindamann. Hann vakti m. a. áhuga minn á því, er hann
nefndi Slæglens Psykologi (ættarsálarfræði) og benti mér á rit,
er fjölluðu um það efni. .... Er mér óhætt að segja, að gagn-
semi ættvísinnar befur orðið mér margfalt skiljanlegri eftir
þessar viðræður mínar við hinn lærða prófessor og ættgengis-
fræðing, og að ég eigi honum þakkir að gjalda fyrir bending-
ar, sem mér hafa að góðu haldi komið við hjáverkasýsl mitt
á sviði íslenzkrar persónusögu.“1)
í Prestafélagsritinu 19192) er grein eí'tir dr. Jón, þar sem
sagt er frá félagsskap, er hafinn hal'ði verið 1916 á Norður-
löndum og nefndist: Sambandið til nánari samvinnu með þjóð-
kirkjum Norðurlanda. Varð íslenzka kirkjan brátt þátttakandi
1) Dr. Jón Hclgason: Það, sem á dagana dreif.
2) fstcnzka kirkjan og samdrátturinn með bjóðkirkjum Norðurlanda.