Andvari - 01.01.1944, Blaðsíða 52
48
Þorkell Jóhannesson
ANDVARl
ríkið, en verzlunarviðskiptum sleit við Danmörk með öllu um
hríð og hungursneyð vofði yfir þjóðinni. Urðu verzlunarlögin
þá að þoka um stund fyrir bráðri nauðsyn landsmanna.
Svo má kalla, að sífelld styrjöld geisaði í Norðurálfu frá
1788, er Frakkar blönduðu sér í frelsisstríð Norður-Ameríku-
manna, og til loka Napoleonsstyrjaldanna, 1814. Stóðu Frakkar
og Englendingar nærri sífellt á öndverðum meið, en ýmsar
þjóðir urðu til þess að taka þátt í baráttunni. Reyndu Danir í
lengstu lög að halda iilulleysi. Höfðu þeir og mikilla hagsmuna
að gæta, því að þeir áttu stóran verzlunarflota og héldu löngum
uppi samgöngum milli ófriðarlanda, og var það févænt mjög,
einkum framan af. Þessi sigling þeirra var þó misjafnt þokkuð,
og ósjaldan voru skipin tekin af víkingum og gerð upptæk.
Til þess að verjast sliku, höfðu Danir þegar gert samband við
Svía og Rússa 1780 um að vernda hlutleysi sitt og siglingu, og
stoðaði það nokkuð. Á líka leið tor 1794, meðan stóð á 1. banda-
mannaófriðnum gegn Frökkum. Stóðu þá Svíar og Danir enn
saman um hlutleysi sitt og siglingar og höfðu stuðning Rússa.
En eftir friðarsamningana í Campa Marcia 1797, milli Austur-
ríkismanna og Frakka, harðnaði baráttan milli Frakka og Eng-
lendinga og snerist nú meir en áður i grimmilega viðskipta-
baráttu. Fór sigling Dana illa þessi ár, og voru flestar reglur
brotnar, er reynt hafði verið að halda fram, að gilda skyldi
um skip hlutlausra þjóða á hernaðartimum. Var loks það ráð
tekið að láta kaupförin sigla i herskipafylgd, en það vildu Eng-
lendingar ekki þola. Og þegar Danir, Svíar og Rússar stofn-
uðu enn hlutleysis samband í desember 1800, þar sem því var
fast haldið, að fáni helgaði farm, að hafnbann gilti ekki, nema
fjandmenn meinaði siglingu, og að eigi skyldi þolast að láta
rannsaka kaupför í herskipa fylgd, virtu Englendingar þetta
til fjandskapar við sig. Knúðu þeir Dani til að slíta bandalagi
þessu eftir skírdagsbardagann vorið 1801. Fengust Englend-
ingar þó til þess eigi löngu síðar að viðurkenna reglur lilut-
leysisbandalagsins um hafnbann, en ekki annað. Urðu Danir
að láta sér þetta lynda, en stopulli gerðist nú siglingin og á-
hættumeiri en fyrr.