Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1944, Síða 52

Andvari - 01.01.1944, Síða 52
48 Þorkell Jóhannesson ANDVARl ríkið, en verzlunarviðskiptum sleit við Danmörk með öllu um hríð og hungursneyð vofði yfir þjóðinni. Urðu verzlunarlögin þá að þoka um stund fyrir bráðri nauðsyn landsmanna. Svo má kalla, að sífelld styrjöld geisaði í Norðurálfu frá 1788, er Frakkar blönduðu sér í frelsisstríð Norður-Ameríku- manna, og til loka Napoleonsstyrjaldanna, 1814. Stóðu Frakkar og Englendingar nærri sífellt á öndverðum meið, en ýmsar þjóðir urðu til þess að taka þátt í baráttunni. Reyndu Danir í lengstu lög að halda iilulleysi. Höfðu þeir og mikilla hagsmuna að gæta, því að þeir áttu stóran verzlunarflota og héldu löngum uppi samgöngum milli ófriðarlanda, og var það févænt mjög, einkum framan af. Þessi sigling þeirra var þó misjafnt þokkuð, og ósjaldan voru skipin tekin af víkingum og gerð upptæk. Til þess að verjast sliku, höfðu Danir þegar gert samband við Svía og Rússa 1780 um að vernda hlutleysi sitt og siglingu, og stoðaði það nokkuð. Á líka leið tor 1794, meðan stóð á 1. banda- mannaófriðnum gegn Frökkum. Stóðu þá Svíar og Danir enn saman um hlutleysi sitt og siglingar og höfðu stuðning Rússa. En eftir friðarsamningana í Campa Marcia 1797, milli Austur- ríkismanna og Frakka, harðnaði baráttan milli Frakka og Eng- lendinga og snerist nú meir en áður i grimmilega viðskipta- baráttu. Fór sigling Dana illa þessi ár, og voru flestar reglur brotnar, er reynt hafði verið að halda fram, að gilda skyldi um skip hlutlausra þjóða á hernaðartimum. Var loks það ráð tekið að láta kaupförin sigla i herskipafylgd, en það vildu Eng- lendingar ekki þola. Og þegar Danir, Svíar og Rússar stofn- uðu enn hlutleysis samband í desember 1800, þar sem því var fast haldið, að fáni helgaði farm, að hafnbann gilti ekki, nema fjandmenn meinaði siglingu, og að eigi skyldi þolast að láta rannsaka kaupför í herskipa fylgd, virtu Englendingar þetta til fjandskapar við sig. Knúðu þeir Dani til að slíta bandalagi þessu eftir skírdagsbardagann vorið 1801. Fengust Englend- ingar þó til þess eigi löngu síðar að viðurkenna reglur lilut- leysisbandalagsins um hafnbann, en ekki annað. Urðu Danir að láta sér þetta lynda, en stopulli gerðist nú siglingin og á- hættumeiri en fyrr.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.