Andvari - 01.01.1944, Blaðsíða 16
12
Eirikur Albertsson
ANDVARI
um virtist sem skyldan kallaði sig heim til íslands og taka upp
merki föður síns við prestaskólann, en tilfinningin talaði einnig
sinu máli um að gerast prestur í Danmörku eins og hann hafði
þá þegar afráðið. En auk þess sem áhrifin að heiman orkuðu
mjög á hug hans, þá höfðu þrír mikils háttar menn í Kaup-
mannahöfn mjög mikil áhrif á hann um að gerast kennari við
prestaskólann. Þessir menn voru Scharling prófessor, Nelle-
mann íslandsmálaráðherra og Finnur Jónsson prófessor. Jafn-
framt hétu þeir Scharling og Nellemann honum utanfararstyrk
til framhaldsnáms í guðfræði við þýzka háskóla. Fékk hann
500 króna styrk til þeirrar farar frá Kaupmannahafnarháskóla
en 300 krónur um hendur Nellemanns.
Þar sem íhaldssemi í guðfræðilegum efnum var ráðandi við
Hafnarháskóla, iná fara nærri um, að dr. Jóni.hafi verið vísað
á einhvern þann háskóla í Þýzkalandi, er fylgdi rétttrúnaðar-
stefnunni. En innan vébanda hins þýzka rétttrúnaðar voru um
þessar mundir þrjár stefnur einna merkastar. Hinn pietiski
rétttrúnaður, aðahnaður þeirrar stefnu hafði verið Johan Tob-
ias Beck. Þá Repristinations guðfræðin. Hafði Hengstenberg
verið helzti maður þeirrar stefnu. Stefna þessi varð síðar að
játningabundinni ný-lúthersku, og tók þá forustuna Theodor
Kliefoth. Síðast má nefna Erlangenguðfræðina. Sú stefna kost-
aði kapps um að endurreisa hina lúthersku kirkjukenningu
eftir leiðum Lúthers sjálfs, með því að sameina innri persónu-
lega trúarreynslu, hófsama sögulega rannsókn og djarfmann-
lega einlægni gagnvart þjóðfélaginu og mannleguin kjöruni.
Sú, er mótaði þessa stefnu einna mest, var .1. C. K. von Hofman,
afburða gáfumaður, alhliða menntaður og áhugamaður hinn
mesti á fjölmörgum sviðum. Og eins og nafnið bendir til var
miðstöð þessarar guðfræðistefnu í háskólanum í Erlangen. Var
sagt um þennan háskóla í spaugi, að menn færu þangað til
þess að höndla guðs ríki, því að í ritningunni stæði: „Suchet
zuerst das Reich Gottes zu Erlangen". (Stóri upphafsstafur-
inn í síðasta orðinu Erlangen fyrir erlangen felur í sér orða-
leikinn, sem hér um ræðir.). Helztu kennarar í guðfræði viö
Erlangenháskóla voru um þessar mundir: Hoffman, G. Tomas-