Andvari - 01.01.1944, Blaðsíða 92
88
Steingrímur Steinþórsson
ANDVARI
hver bær í Mývátnssveit garð í Bjarnarflagi. í fyrrasumar,
þegar jarðeplauppskeran brást nær alls staðar norðanlands, var
góð uppskera í Bjarnarflagi. Sveilin fæðir sig því sjálf með
jarðepli nú. iig nefni þetta sem dæmi inn það, hve möguleikar
til garðræktar eru miklir hér á landi.
Jarðhiti hefur nú verið tekinn allmikið í þjónustu garð-
ræktar. Heíur vermihúsarækt tekið geysimiklum framförum
síðustu árin. í raun og veru er að myndast þar ný sjálfstæð at-
vinnugrein, sem á því nær ótæmandi þroskainöguleika fyrir
höndum. Nú munu vera meira en 4 ha. undir gleri í vermi-
húsum.
Ég get ekki komið nánara inn á þessi mál hér. En garðræktin
hlýtur að vaxa mjög, það mun lnin gera sem ein búgrein í venju-
legum búrekstri. Á öllum byggðum hýlum hérlendis má rækta
alhnargar garðjurlir bæði til gagns og gleði. En jafnframt mun
vermihúsarækt halda áfram að þroskast sem sjálfstæð atvinnu-
grein og í sambandi við hana ræktun matjurta úti við venjuleg
náttúruskilyrði. Þegar svo er komið, er garðrækt orðinn sjálf-
stæður atvinnuvegur. Hin síðustu árin hefur garðrækt vor
verið að þróast í þá átt.
Þá tel ég vafalaust, að i framtíðarbúskap vorum muni korn-
rækt verða allveigamikill þáttur. Meira en 20 ára tilraunir
Kleinenzar á Sámsstöðum hafa fullkomlega sannað, að korn-
rækt má hér stunda og ná góðum árangri með vissar tegundir.
Kornrælct verður ekki stunduð hér öðruvísi en sem liður 1
venjulegum húrekstri. Á þann hátt er kornrækt stunduð hjá
nágrannaþjóðum vorum, og þannig verðum vér einnig að hag:<
kornrækt hér. Enn hafa bændur ekki almennt haft kunnáttu
eða aðstöðu til að samræiná kornrækt annarri jarðrækt og u
jiann hátt nota hana sem einn lið i búskap sínum. Það er eitt
af mest aðkallandi verkefnum að gera kornrækt að nýju eins
og hún var að fornu, virkari þátt í landbúnaðirium. Vér getuni
án efa framleitt því nær allt korn, sem vér þurfuni til fóðurs
og eitthvað einnig lil manneldis.