Andvari - 01.01.1944, Blaðsíða 28
24
Eiríkur Albertsson
ANDVARL
sem lagabönd og kenningarfrelsi presta er neitað. Trúarvitund
mannsins er dæmd réttlaus og hugsanafrelsi i trúarefnum er því
fyrir borð borið. Þar er staðhæft, að biblían sé óskeikul bók.
Og að lokum, að allt það, er blaðið „Sameiningin“ hafði flutt
um trúmálaskoðanir milli kirkjuþinga 1908 og 1909, sé rétt.
En jneð því var óþyrmilega stuggað við þeirri frjálslyndu
kirkjuskoðun, sem bafði verið að ryðja sér til rúms á íslandi
á undanförnum árum, og ugglaust alveg sérstaklega höfð i
huga áhrif dr. Jóns Helgasonar og Haralds Nielssonar.1)
Á annan veg var andrúmsloftið á prestastefnunni íslenzku
árið 1909. Var hún háð á Þingvöllum og var óvenju fjörug og
tilþrifamikil. Sótlu jafnvel norðlenzkir prestar hana, og þótti
ýmsum þeirra förin góð og glöddust stórlega yfir hinum frjáls-
mannlega anda, sem þar ríkti. Er þeim, er þetta ritar, minnis-
stætt, hversu séra Björn Jónsson, prófastur í Miklabæ í Skaga-
firði, var hrifinn af prestastefnu jjessari og fannst sem nú tæki
mjög að birta yfir hinni íslenzku kirkju. Var hann ágætlega
dómbær um þetta, mikill gáfumaður, mikilhæfur prestur og
stórlærður guðfræðingur, er átti mikið safn ágætustu bók-
mennta þeirra tíma um guðfræðileg efni. En lielzta umræðu-
efnið á Þingvöllum var: Prestarnir og játningarritin. Um það
efni flutti Jón Helgason erindi eins og inngangsorð til um-
ræðnanna.2)
í upphafi máls síns á Þingvöllum segir dr. Jón, að spurn-
ingin um afstöðu prestanna til játningarritanna sé ofarlega á
baugi og hafi valdið miklum ágreiningi innan evangelisku kirkj-
unnar á síðari tímum og mælir síðan þannig:
„Þetta stendur upphaflega í mjög eðlilegu sambandi við sí-
vaxandi kröfur manna um frelsi einstaklingsins á öllum svæð-
um mannlífsins, kröfur, sem yfir höfuð að tala einkenna 19-
öldina alla og 20. öldin hefur tekið í arf frá henni. Þessar
frelsiskröfur eru aftur mjög svo eðlilegur ávöxtur vaxandi
skilnings manna á persónulegu mæti einstaklingsins. Að sama
1) Sbr. Friðrik Bergmann: Trú og pekking.
2) Jón Helgason: Prestarnir og játningarritin, Skirnir I.XXXII. 1909, bls-
193—224.