Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1944, Síða 28

Andvari - 01.01.1944, Síða 28
24 Eiríkur Albertsson ANDVARL sem lagabönd og kenningarfrelsi presta er neitað. Trúarvitund mannsins er dæmd réttlaus og hugsanafrelsi i trúarefnum er því fyrir borð borið. Þar er staðhæft, að biblían sé óskeikul bók. Og að lokum, að allt það, er blaðið „Sameiningin“ hafði flutt um trúmálaskoðanir milli kirkjuþinga 1908 og 1909, sé rétt. En jneð því var óþyrmilega stuggað við þeirri frjálslyndu kirkjuskoðun, sem bafði verið að ryðja sér til rúms á íslandi á undanförnum árum, og ugglaust alveg sérstaklega höfð i huga áhrif dr. Jóns Helgasonar og Haralds Nielssonar.1) Á annan veg var andrúmsloftið á prestastefnunni íslenzku árið 1909. Var hún háð á Þingvöllum og var óvenju fjörug og tilþrifamikil. Sótlu jafnvel norðlenzkir prestar hana, og þótti ýmsum þeirra förin góð og glöddust stórlega yfir hinum frjáls- mannlega anda, sem þar ríkti. Er þeim, er þetta ritar, minnis- stætt, hversu séra Björn Jónsson, prófastur í Miklabæ í Skaga- firði, var hrifinn af prestastefnu jjessari og fannst sem nú tæki mjög að birta yfir hinni íslenzku kirkju. Var hann ágætlega dómbær um þetta, mikill gáfumaður, mikilhæfur prestur og stórlærður guðfræðingur, er átti mikið safn ágætustu bók- mennta þeirra tíma um guðfræðileg efni. En lielzta umræðu- efnið á Þingvöllum var: Prestarnir og játningarritin. Um það efni flutti Jón Helgason erindi eins og inngangsorð til um- ræðnanna.2) í upphafi máls síns á Þingvöllum segir dr. Jón, að spurn- ingin um afstöðu prestanna til játningarritanna sé ofarlega á baugi og hafi valdið miklum ágreiningi innan evangelisku kirkj- unnar á síðari tímum og mælir síðan þannig: „Þetta stendur upphaflega í mjög eðlilegu sambandi við sí- vaxandi kröfur manna um frelsi einstaklingsins á öllum svæð- um mannlífsins, kröfur, sem yfir höfuð að tala einkenna 19- öldina alla og 20. öldin hefur tekið í arf frá henni. Þessar frelsiskröfur eru aftur mjög svo eðlilegur ávöxtur vaxandi skilnings manna á persónulegu mæti einstaklingsins. Að sama 1) Sbr. Friðrik Bergmann: Trú og pekking. 2) Jón Helgason: Prestarnir og játningarritin, Skirnir I.XXXII. 1909, bls- 193—224.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.