Andvari - 01.01.1944, Blaðsíða 58
54
Þorkcll Jóhannesson
ANDVAm
unglegu Færeyja- og Grænlandsverzlunar yrði falið að ann-
ast um sending leiðangurs til Islands. Skyldi fyrst senda eitt
skip. Kostnaður við förina skyldi leggjast á vörurnar, en
kaupmaður einn, Busch, er var verzlunarstjóri í Hafnarfirði,
skyldi fara með skipinu og annast sölu farmsins. Féllst stjórn-
in á þetta og heimilaði Rentukammerinu að efna til eins eða
tveggja slíkra leiðangra í viðbót.11) Var svo ráð fyrir gert,
að skip þetta hið fyrsta yrði búið frá Þrándheimi í juli 1808.
Meðan þessu fór fram, lauk Magnús erindum sínum í Kaup-
mannáhöfn. Áttu þeir Trampe að ráðgast við stjórnina um
umbætur ýmsar á lögreglu og dómsmálum. Varð Magnús
drýgri í tillögum, og taldi hann síðax-, að óvild Trampes greifa
gegn sér hefði hafizt af þeim viðskiptum. Var Magnús sæmd-
ur etazráðsnafnbót í viðurkenningarskyni. Þá gaf hann og út
á dönsku rit sitt, Eftirmæli 18. aldar, og margt fleira sýsl-
aði hann. En eigi lét hann þó verzlunarmálið niður falla.
Lagði hann um vorið fyrir Kansellíið ýtarlegar tillögur um
það, hversu afstýrt yrði liungursneyð á íslandi. Var það bálk-
ur mikill í 17 liðum, dags. 31. maí 1808. Með bréfi 14. júní
var Kansellíinu boðið að setja nefnd í þetta mál og nefndinni
fengið erindisbréf tveixn dögum síðar.12) Að tillögu nefndar-
innar var veitt nokkurt fé, 2—3 þús. rd., til kaupa á innlendri
matvöru til hjálpar hjargþrota mönnum. Auk þess var á-
kveðið að láta prenta og útbýta á íslandi bæklingi nokkrum,
er Magnús hafði þá.samið, um notkun ýmissa innlendra fæðu-
tegunda, svo sem hrossakjöts, og svo sölva og fjallagrasa.
Enn fremur slcyldi menn hvattir til hófsemi og sparnaðar, og
mátti það kallast grátbrosleg ráðstöfun til bjargræðis hungr-
uðum lýð. Hins vegar lagði nefndin á móti því að banna út-
flutning matvöru, og mun valdið hafa xnótstaða kaupmanna,
er sáu verzlun sinni takmörk sett með slíku. Ritaði Rentu-
kammerið Trampe bréf um þetta og fól honum framkvæmd
í máli þessu, samkvæmt konungsúrskurði.13)
Nú var komið fram í ágústmánuð og voru eigi líkur til þess,
að til íslands færi nema þetta eina slcip, er búið var í Þránd-
heimi á konungs kostnað. Reið það Trampes greifa, en hann