Vaka - 01.06.1928, Blaðsíða 6
r
IBSEN OG ÍSLENDINGAR.
Um leiö og Norðmenn, frændur vorir, og með þeim
allar menntaþjóðir heims, halda aldarafmæli Ibsens
hátíðlegt, ætti það að vera oss Islendingum 1 júft og
skylt að gera oss nokkra grein fyrir þeim þráðum, er
tengja verk þessa mikla snillings við þjóð vora. Það
verkefni hefir tvær hliðar. Vér getum annars vegar
spurt um það, hvað Ibsen hafi sótt til íslendinga, og
hins vegar um það, hvað íslendingar hafi sótt til III-
sens. Um fyrra atriðið höfum vér ekki að eins þau
rit Ibsens til vitnis, er hann hefir viðað til í fornbók-
menntum vorum, heldur höfum vér og bein orð hans
um þetta. Þau eru í hinum fræga formála hans fyrir
2. útgáfu af „Gildet pá Solhaug“ 1883. Hann gerir þar
grein fyrir því, hvernig sá sjónleikur varð til, og segir
meðal annars:
„Eg gat þess í upphafi þessa formála, að sjónleik-
urinn er saminn sumarið 1855.
Árinu áður hafði eg ritað „Fru Inger til Östrát“.
Þegar eg var að fást við það leikrit, hafði eg orðið að
sökkva mér niðúr í bókmenntir og sögu Noregs á inið-
öldunum, sérstaklega á síðari hluta þeirra. Eg reyndi
eftir mætti að lifa mig inn í siði og háttu þeirra tíma,
tilfinningalíf manna, hugsunarhátt og orðbragð.
En þetta tímabil er ekki sérstaklega aðlaðandi til
lengdar; þar er ekki heldur mikið um efni, er vel sé
fallið til meðferðar á leiksviði.
Eg leitaði því brátt til sögualdarinnar sjálfrar. En
konungasögurnar og yfirleitt hin eiginlegu sögurit frá
þessari fjarlægu öld hrifu ekki hug minn; eg gat ekki
þá gert nein leikrit af deilurn milli konunga og höfð-