Vaka - 01.06.1928, Blaðsíða 106
232
KRIS'l'JÁN ALBERTSONi
[vaka]
ef þessu yrði trúað, þá myndu önnur flotaveldi þykj-
ast eiga rétt á svipuðum hlunnindum hjá hinu hlut-
lausa íslandi og það hefði í té látið einum keppinauti
þeirra um heimsvöldin.
En fyrir nokkru gerði dómsmálaráðherra vor sendi-
herrann ómerkan orða sinna. Það vill nefnilega svo
til, að merkur andstæðingur hans á sæti í stjórn
annars þeirra félaga, er nú láta reisa olíugeyma
hér á landi: Shellfélagsins. Þessi andstæðingur ráð-
herrans hefir auk þess sem fyrirrennari hans i em-
bættinu veitt félaginu rétt til þess að eignast lóðina,
sem geymarnir standa á.
Ráðherrann hefir því eftir atvikum getað fallizl á,
að grunsemdir þýzka blaðsins væru réttmætar, -— að
því er snertir Shell-félagið. Hann fullyrti i þinginu —
án nokkurra frambærilegra röksemda, án þess að orð
hans styddust við nokkra rannsókn — að olíugeymar
félagsins væru svo stórir, miðað við olíunotkun á ís-
landi, að hér gæti ekki verið allt með felldu. Hann fór
ekki dult með þá skoðun sina, að ætlazt myndi til, að
herskipafloti gæti notazt við olíustöð félagsins á ófrið-
artímum. Og þar eð fjármagnið í Shell-félaginu er
brezk-hollenzkt, þá þarf engunt getuxn að því að leiða,
hvaða stórveldi muni eiga að taka þessa aðdróttun
lil sín.
Getur það blessazt til lengdar, að foringjar og flokk-
ar vors unga ríkis séu þess albúnir að tefla í tvísýnu
hagsmunum vorum út á við, hvenær sem á þarf að
halda til að gera andstæðingum óleik í valdabarátt-
unni heima fyrir?
Ég vil enn minna á alla aðstöðu vora í sainbúð þjóð-
anna. Ýms stærri ríki, sem vér eigum skifti við, hafa
tök á því að gera oss þungar búsifjar, ef þeim þyk-
ir ástæða til.
Þess vegna verður að hefjast handa um þá kröfu
til leiðtoga vorra, að er til þeirra mála kemur, er