Vaka - 01.06.1928, Blaðsíða 31
[vaka]
KJÖRDÆMASKIPUNIN.
157
í’ökin fyrir frumvarpinu síðar sannazt rétt, og ótti sá, er
Upp kom á þinginu við hlutfallslcosningar, reynzt á-
stæðulaus. —■ Það sat því við gamla skipulagið — og
situr enn. Raunar hafa smábreytingar átt sér stað, svo
sem á þinginu 1920, er þingmönnum Reykjavíkur var
fjölgað um tvo og tekin upp hlutfallskosning þar. Sú
breyting, enda þótt sjálfsögð væri, gekk þó ekki þegj-
andi og orðalaust gegnum þingið, heldur sætti mikilli
mótspyrnu. Því miður er ekki rúm til að rekja sögu
þess máls hér eða umræðurnar um það, en þess má
að eins geta, að stjórnarfrumvarpið gerði ráð fvrir að
l'jölga þingmönnum Reykjavíkur upp i sex, en þingið
færði þá niður i fjóra.
Árið 1922 var Húnavatnssýslu skift í tvö kjördæmi,
er hvort um sig kýs einn þingmann.
Þessi er þá saga kjördæmaskipunar hér á landi.
Ranglát hefir hún alla tíð verið, en samt hefir hún
haldizt hreytingarlítið fram á þenna dag. —
Þá er að gera sér grein fyrir ástandinu eins og það
nú er. Ég skal þá tilfæra hér stutt yfirlit er ég liefi
gert. Er þar hyggt á manntalinu 1. des. 1926, er lands-
húar voru alls 101.564. En samkv. síðustu kjörskrám
voru kjósendur á öllu landinu 45.850. Iíoma því 2830
íbúar á þingmann, en 1270 kjósendur, að meðaltali,
ef miðað er við 36 þingmenn.
Af ])essu yfirliti sjáum vér, að 977 íbúar á Seyðis-
firði og 1123 í Austur-Skaftafellssýslu hafa sama
rétt til að kjósa sér þingmann og þar með að marka
áhrif sín á landsstjórn og landsmál sem
1825 menn i Rangárvallasýslu
2022 — í Skagafjarðarsýslu
2618 — í Árnessýslu
2840 — í Suður-Múlasýslu
3336 — í Eyjafjarðarsýslu
3854 -—- í Suður-Þingeyjarsýslu og
5806 — í Reykjavík.